Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. nóvember 2017
Prenta
Ný verslun opnaði í gær.
Hinir nýju verslunarrekendur á Norðurfirði opnuðu verslun sína í gær, í bili er verslunin kölluð Gamla Kaupfélagið. Bíll kom með vörur í gær og fóru verslunareigendur að raða upp vörum og koma öllu fyrir, nóg pláss er því vörumagnið er ekki mikið enn sem komið er kannski, en allavega það helsta sem fólk þarf á að halda. Fréttamanni skilst á þeim Sif og Ólafi að þeim lítist bara nokkuð vel á þetta, svona í start holunum, þetta kemur fljótt að finna út hvað fólki vantar segja þaug Sif og Ólafur hress í bragði. Fólk kom talsvert seinnipartinn í gær þegar opnað var og í dag. Boðið var upp á kaffi og piparkökur. Nokkrar myndir úr versluninni fylgja með.