Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 11. október 2017 Prenta

Dýralæknir ætlar að opna verslun í Árneshreppi.

Kaupfélagshúsið Norðurfirði í Árneshreppi.
Kaupfélagshúsið Norðurfirði í Árneshreppi.

Nýr kaupfélagsstjóri tekur til starfa í Norðurfirði í Árneshreppi 1.nóvember n.k. Þar sem kaupfélag KSH á Hólmavík ákvað að leggja niður útibúið í Norðurfirði auglýsti hreppsnefnd nú í september eftir nýjum rekstraraðila.

Nú hefur verið ráðinn til starfsins Ólafur Valsson, sem er dýralæknir að mennt og starfaði við það um árabil á sínum yngri árum, m.a. í Strandasýslu með aðsetur á Hólmavík. Hann þekkir því nokkuð til svæðisins. Hann hefur enn fremur verið héraðs dýralæknir í Eyjafjarðarsýslu og víðar í um hálfan annan áratug. Hann starfaði í áratug við framfylgni reglna um matvælaöryggi og fleira á erlendri grund og síðustu fimm ár við ráðgjafarstörf á sviði matvælaframleiðslu og landbúnaðarmála víða um lönd. Sem ungur maður starfaði hann með námi við ostagerð.

Ólafur hefur áhuga á því að brydda upp á nýjungum í byggðarlaginu og stuðla jafnvel að framleiðslu matvæla í heimabyggð sem er áhugasvið hans.

Það er þungu fargi létt á íbúum Árneshrepps við þessi tíðindi og fögnuður yfir því að fá nýtt fólk í sveitina. Við bjóðum Ólaf og konu hans Sif Konráðsdóttur velkomin til starfa.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Naustvík 17-08-2008.
  • Allir fara í kaffi og mat í Bæ hjá Guðbjörgu.
  • Fell-06-07-2004.
  • Munaðarnes-Drangaskörð í baksýn-2003.
  • Íngólfshús á Eyri-24-07-2004.
  • Árnesstapar, séð til NV. Krossnes í baksýn. 20-01-2017.
Vefumsjón