Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 30. október 2017
Prenta
Verslunarstjórinn kominn.
Nú undir kvöld kom Ólafur Valsson og kona hans Sif Konráðsdóttir í sveitina með búslóð og annað sem fylgir flutningum á nýjar slóðir. Ákveðið er að opna nýja verslun á Norðurfirði í gamla kaupfélagshúsinu á miðvikudaginn þann fyrsta nóvember. Flutningabíll frá Strandafrakt kemur þann dag í aukaferð með fyrstu vörur í hina nýju verslun. Þetta er mikill léttir fyrir hreppsbúa að verslun komi aftur á staðinn.
Í fjarveru Evu Sigurbjörnsdóttur oddvita, var það Jón Guðbjörn Guðjónsson sem tók á móti hinu nýja verslunarfólki og bauð þau velkomin og afhenti lykla að verslunarhúsinu og að íbúð sem Ólafur og Sif fá til afnota, en íbúðin er í sömu byggingu og verslunin er í, á efstu hæð kaupfélagsbygginganna, og er innangegnt í búðina.