Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 30. október 2017 Prenta

Verslunarstjórinn kominn.

Ólafur og Sif.
Ólafur og Sif.

Nú undir kvöld kom Ólafur Valsson og kona hans Sif Konráðsdóttir í sveitina með búslóð og annað sem fylgir flutningum á nýjar slóðir. Ákveðið er að opna nýja verslun á Norðurfirði í gamla kaupfélagshúsinu á miðvikudaginn þann fyrsta nóvember. Flutningabíll frá Strandafrakt kemur þann dag í aukaferð með fyrstu vörur í hina nýju verslun. Þetta er mikill léttir fyrir hreppsbúa að verslun komi aftur á staðinn.

Í fjarveru Evu Sigurbjörnsdóttur oddvita, var það Jón Guðbjörn Guðjónsson sem tók á móti hinu nýja verslunarfólki og bauð þau velkomin og afhenti lykla að verslunarhúsinu og að íbúð sem Ólafur og Sif fá til afnota, en íbúðin er í sömu byggingu og verslunin er í, á efstu hæð kaupfélagsbygginganna, og er innangegnt í búðina.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« September »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Borgarísjakabrot útaf Krossnesi 23-09-2001.
  • Gamla bryggjan og uppskipunarbátur í ísnum.
  • Áfram er steypt.06-09-08.
  • Helga og Hilmar.Helga var veislusjóri fyrir í afmæli ömmu sinnar,og Hilmar sá um músikina.
  • Frá snjómoksri inn með Reykjarfirði.
Vefumsjón