Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 20. desember 2017 Prenta

Farfuglaheimilið í Borgarnesi hlýtur Svansvottun.

Talið frá vinstri: Eva Hlín Alfreðsdóttir, móttökustjóri Farfuglaheimilisins í Borgarnesi, Þorsteinn Jóhannesson, framkvæmdastjóri Farfugla, Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfistofnunar og Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur frá Umhverfisstofnun.
Talið frá vinstri: Eva Hlín Alfreðsdóttir, móttökustjóri Farfuglaheimilisins í Borgarnesi, Þorsteinn Jóhannesson, framkvæmdastjóri Farfugla, Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfistofnunar og Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur frá Umhverfisstofnun.
1 af 2

Fréttatylkinning:

Farfuglaheimilið í Borgarnesi hefur fengið vottun Norrænu Umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum. Svanurinn var afhentur í Borgarnesi af Kristínu Lindu Árnadóttur, forstjóra Umhverfisstofnunur og Birgittu Stefánsdóttur sérfræðings á sviði sjálfbærni við stofnunina.

Farfuglaheimilið í Borgarnesi hefur á þessu ári undirgengist viðamiklar endurbætur og er nú eini gististaðurinn á Vesturlandi með Svansvottun og fyrsta Farfuglaheimilið utan Reykjavíkur til að uppfylla vottunarkröfur Norræna Umhverfismerkisins. Í dag eru átta gististaðir á landinu með Svansvottun.

Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og byggist á óháðri vottun og viðmiðum sem taka tillit til alls lífsferils vöru og þjónustu. Svanurinn er eitt af 10 þekktustu umhverfismerkjum heims og er tilgangur þess m.a. er að ýta undir sjálfbæra þróun samfélagsins til framtíðar. Strangar kröfur Svansins tryggja að Farfuglaheimilið í Borgarnesi er í fremstu röð varðandi lágmörkun neikvæðra umhverfisáhrifa frá starfseminni og vinnur nú markvisst að lágmörkun orku-, efna- og vatnsnotkunar, kaupir inn vistvænar vörur, auk þess sem allur úrgangur er flokkaður og endurunnin.

 

„Við erum afar stolt af árangrinum okkar í Borgarnesi.“ segir Þorsteinn Jóhannesson, framkvæmdastjóri Farfugla sem eiga og reka Farfuglaheimilið í Borgarnesi,  „Farfuglar hafa verið í fararbroddi í mörg ár er kemur að sjálfbærni og samfélagsábyrgð í ferðaþjónustu á Íslandi og Svansvottunin í Borgarnesi er enn ein staðfesting á því. Við sýnum ábyrgð í verki með góðum gjörðum og starfsháttum og hvetjum gesti okkar til að ferðast á sjálfbæran og ábyrgan hátt. Með Svaninn að leiðarljósi náum við að gera okkar besta við að lágmarka umhverfisáhrif í rekstri okkar heimila en við kolefnisjöfnum svo það sem út af stendur með gróðursetningu trjáa. Gestir munu sofa sérstaklega vært, vitandi að þeir skilja ekki eftir sig kolefnisfótspor á meðan þeir dveljast á Farfuglaheimilinu í Borgarnesi.“

 

„Stefna Farfugla ses, er að vera leiðandi í ábyrgri ferðaþjónustu, umhverfisvernd og sjálfbærni,“ segir Helena Óladóttir Gæða- og umhverfisstjóri Farfugla.   „Við erum stolt af því að vera í farabroddi í okkar geira enda eru Farfuglar nú handhafi helming Svansleyfanna sem hafa verið útgefin í flokki gistingar á Íslandi. Farfuglaheimilið í Laugardal var vottað árið 2004 og er fyrsti Svansleyfishafinn á Íslandi. Farfuglaheimilið á Vesturgötu fékk sína Svansvottun árið 2010 og Loft í Bankastræti árið 2013. Með fjórða leyfinu hafa því öll Farfuglaheimilin sem eru í eigu samtakanna hlotið umhverfisvottun Svansins.“

Farfuglar ses

Farfuglaheimilin á Íslandi eru 33 talsins, þrjú í Reykjavík og 30 staðsett hringinn í kringum landið.  Farfuglar eru hluti af samtökunum Hostelling International sem starfa í 80 löndum með yfir 4000 Farfuglaheimili á sínum snærum. Farfuglar skipuleggja einnig ferðir fyrir erlenda ferðamenn hérlendis sem gista á Farfuglaheimilum og kynnast um leið ýmsum þáttum í sjálfbærum rekstri heimilanna. Aðalsmerki Farfugla og Hostelling International út um allan heim er ferðaþjónusta í takt við hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar.

Takk fyrir myndirnar kæra vinkona Aðalheiður Ásmundsdóttir.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Drangaskörð 18-04-2008.
  • Gamla bryggjan á Norðurfirði og ís.
  • Skemmtiatriði.Söngur.
  • Saumaklúbbur á Melum I. 31-01-2014.
Vefumsjón