Veðrið í Janúar 2018.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Hægviðrasamt var fyrstu fjóra daga mánaðar og úrkomulítið en nokkurt frost. Þann 5 gekk í norðaustan eða austanátt með éljum eða snjókomu og miklum skafrenning og nokkru frosti. Frá 8 fór veður hlýnandi með suðlægum vindáttum, og tók snjó mikið upp fram til og með 13. En nokkuð svellað. Suðvestan hvassviðri var með stormkviðum og dimmum éljum þann 14. Þann 15 er komin norðvestan með snjókomu, og voru norðlægar vindáttir með snjókomu eða éljum fram til 25. Eftir það voru hægar suðlægar vindáttir með úrkomulitlu veðri, eða úrkomulausu. Síðasta dag mánaðar voru norðlægar vindáttir með éljum.
Annan janúar sást borgarísjaki 3 KM NA af Reykjaneshyrnu. Og var tilkynnt um jakann á hafísdeild Veðurstofunnar.
Vindur náði 34 m/s í kviðum í suðvestan hvassviðrinu þann 14., sem er meir en 12 vindstig gömul.
Mæligögn:
Meira