Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 15. mars 2018
Prenta
Byrjað að opna norður í Árneshrepp.
Vegagerðin á Hólmavík byrjaði að opna norður í gær. „Að sögn Jóns Harðar Elíassonar rekstrarstjóra er mokað aðeins með einum stórum veghefli sunnan frá (innan frá). Byrjað í Bjarnarfirði og norðureftir. Jón segir enn fremur, að ekki megi reikna með að vegurinn opnist norður fyrr en á morgun föstudag.“Síðast var mokað norður annan janúar.
Þjónusta vegna vegarins norður er síðan á þriðjudögum og jafnvel oftar ef lítill snjór er.