Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 8. mars 2018 Prenta

Samfélagsáhrif Hvalárvirkjunar á Árneshrepp.

Með virkjun Hvalár í Ófeigsfirði munu þriggja fasa rafmagn og ljósleiðari komast á í Árneshreppi, annað hvort strax í upphafi framkvæmda eða í upphafi reksturs virkjunarinnar. Tekjur sveitarfélagsins munu aukast verulega á framkvæmdatíma og nokkuð á rekstrartíma auk þess sem ný störf geta orðið til á framkvæmdatíma.

Þetta er meðal helstu niðurstaðna nýrrar skýrslu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri (RHA) um mat á samfélagsáhrifum Hvalárvirkjunar á Árneshrepp. Skýrslan er unnin að beiðni VesturVerks. Einnig vinnur RHA að mati á samfélagsáhrifum Hvalárvirkjunar á Vestfirði í heild og er niðurstaðna úr því mati að vænta í lok marsmánaðar.

Gert er ráð fyrir 350 ársverkum við byggingu Hvalárvirkjunar og gæti byggingartíminn staðið í rúm þrjú ár. Reiknað er með að 200 starfsmenn verði við störf á sumrin og um 70 á veturna. Undirbúningsframkvæmdir munu taka allt að tveimur árum og bætist sá tími framan við sjálfan framkvæmdatíma virkjunarinnar.

Hringtenging rafmagns og ljósleiðara

Í upphafskafla skýrslunnar er helstu niðurstöðum gerð skil og þar er fyrst til tekið að með tilkomu Hvalárvirkjunar, sem þarfnast bæði rafmagns og fjarskiptasambands, verði lagt þriggja fasa rafmagn í hreppnum ásamt ljósleiðara, annað hvort við upphaf framkvæmda eða þegar virkjunin kemst í gagnið. Þannig kemst á hringtenging bæði rafmagns og ljósleiðara í hreppnum og má ljóst vera að slíkt eykur verulega búsetuskilyrði í hreppnum til frambúðar. Um er að ræða kostnaðarsamar framkvæmdir sem nauðsynlegt er að ráðast í vegna uppbyggingar og reksturs Hvalárvirkjunar. Nánar hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Búið að tvöfalda og leggja rafmagnsrör og dósir í veggi.04-04-2009.
  • Borgarísjaki með tvo tinda er NNV við Reykjaneshyrnu ca 18 KM frá landi.26-08-2018.
  • Jón Guðbjörn ætlar að fara að mæla sjávarhita. Mynd Kristín Bogadóttir.30-10-2015.
  • Edda við að sparsla og pússa.20-04-2009.
Vefumsjón