Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. mars 2018
Prenta
Samfélagsstyrkir Orkubús Vestfjarða fyrir árið 2017.
Alls bárust 55 umsóknir og að þessu sinni verða veittir 43 styrkir samtals að fjárhæð 3.600.000 kr.
Formleg afhending styrkjanna fer fram í húsnæði OV að Stakkanesi á Ísafirði, Skeiði Hólmavík og Eyrargötu Patreksfirði á morgun, 2. mars kl. 11:00.
Búið er að tilkynna styrkþegum um styrkveitinguna.
Þess er vænst að styrkþegar eða fulltrúar þeirra mæti og taki við skjali til staðfestingar styrkveitingunni og þiggi kaffiveitingar.