Veðrið í Apríl 2018.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Fyrsta dag mánaðar var breytileg átt og kul og þurrt í veðri, síðan snérist í ákveðna norðaustanátt með éljum til 5. Þá gerði hægar suðlægar vindáttir með hita yfir daginn en frosti á nóttunni. Þann 9 fór að hlína aðeins í veðri með suðlægum vindáttum áfram. Frá 13 og fram til 28 voru mest hafáttir, með svalara veðri yfirleitt. Siðan voru suðlægar vindáttir eða breytilegar, með rigningu slyddu eða éljum tvo síðustu daga mánaðarins. Úrkoman var með minna móti. Ræktuð tún hné úthagi eru ekkert farin að taka við sér í mánaðarlok, enda kuldatíð.
Mæligögn:
Meira