Það gerði alhvíta jörð aftur 23 mars.
Flekkótt jörð var í mánaðaðlok.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn byrjaði með hafáttum sem voru ríkjandi fram til 12. Eftir það voru austlægar eða breytilegar vindáttir og hægviðri. Veður fór hlýnandi frá og með 14 og veður var góðviðrasamt og snjó tók mikið til upp fram til 22. Enn þann 23 gerði skammvinna norðaustanátt eða norðan, með snjókomu og gerði alhvíta jörð aftur. Eftir það voru hægar suðlægar vindáttir fram til 27,með úrkomulausu veðri og hita yfir frostmarki á daginn. Þann 28 gekk í skammvinna hvassa austanátt, með úrkomulausuveðri. Síðustu þrjá daga mánaðarins voru hægar hafáttir með kólnandi veðri.
Mánuðurinn verður að teljast góðviðrasamur að mestu og mjög úrkomulítill.
Mæligögn:
Meira