Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 29. júní 2018

Átta verkefni í Árneshreppi styrkt.

Hluti styrkþega og verkefnisstjórnar.Mynd Byggðastofnun.
Hluti styrkþega og verkefnisstjórnar.Mynd Byggðastofnun.

Sjö milljónum króna úr verkefninu Áfram Árneshreppur! hefur verið úthlutað til átta samfélagseflandi verkefna í Árneshreppi. Verkefnisstjórnin fundaði í Árneshreppi 27. júní og sóttu nokkra styrkþega heim.

Dagurinn byrjaði á Hótel Djúpavík þar sem verkefnisstjórn fékk kynningu á verkefninu "Afþreyingartengd ferðaþjónusta í Árneshrepp" sem miðar að því að setja á stokk einstaklingsmiðaðar gönguleiðsagnir um Árneshrepp. Einnig var verkefnið "Í nýju ljósi" borið augum en það verkefni er komið af stað og miðar að því að endurnýja lýsingar í Sögusýningunni í síldarverksmiðjunni í Djúpavík. 

Næst var Badda Fossdal á Melum sótt heim og bauð hún verkefnisstjórninni upp á heimalagaðar kleinur og kaffi og sagði frá stöð verkefnisins "Kjötvinnsla". Verkefnið miðar að því að þróa kjötafurðir úr Árneshreppi og er nú unnið að þróun viðskiptaáætlunar og hönnunar. 

Þar næst var kíkt inn í Kaupfélagið en Ólafur Valsson fékk styrk til þess að útvíkka núverandi verslunarrekstur og draga úr rekstrarkostnaði heilsársverslunar


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 25. júní 2018

Halti Billi.

Leikeindur í lok sýningar.
Leikeindur í lok sýningar.
1 af 2

Leikfélag Hólmavíkur sýndi leikritið Halta Billa í félagsheimilinu Trékyllisvík í Árneshreppi í gærkvöldi. Halti Billi er eftir Martin Mc Donagh, en í leikstjórn Skúla Gautssonar. Leikritið Halti Billi gerist á Írlandi á Araneyum einmitt þegar tökulið frá Hollywood er við störf á nærliggjandi eyju. Viðburður sem þessi hefur vissulega mikil áhrif á samfélagið og margir sjá fyrir sér að nú sé tækifærið til að flýja fátækt, slúður og almenn leiðindi. Billi er þar engin undantekning en þó er hann bæði munaðarlaus og fatlaður og því ekki


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 19. júní 2018

Hafísfrétt. 3 jakar.

Tveir jakar eru austan við Sælusker.
Tveir jakar eru austan við Sælusker.
1 af 2

Veðurstöðin í Litlu-Ávík sendi svohljóðandi hafístilkynningu á hafísdeild Veðurstofu Íslands: Borgarísjaki er ca 4 km austur af Sæluskeri og annar borgarísjaki ca 5 km austur af honum, annar jaki mjög lár er vestan við Sælusker, eða mitt á milli Sæluskers og Veturmýrarness frá


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 18. júní 2018

Eva áfram oddviti Árneshrepps.

Bjarnheiður,Björn,Eva, Guðlaugur og Arinbjörn.
Bjarnheiður,Björn,Eva, Guðlaugur og Arinbjörn.

Í dag hélt ný kosin hreppsnefnd Árneshrepps sinn fyrsta fund á skrifstofu hreppssins á Norðurfirði. Ekki var kosið í nefndir í dag á fyrsta fundi, en hreppsnefndarmenn kusu sín á milli um oddvita og varaoddvita. Eva Sigurbjörnsdóttir er oddviti áfram og varaoddviti Guðlaugur Agnar Ágústsson, ekki var annað tekið fyrir á þessum fyrsta fundi nýrrar hreppsnefdar. Ein hjón eru nú í hreppsnefnd Árneshrepps, það eru þau Bjarnheiður Júlía Fossdal og Björn Torfason á


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 15. júní 2018

Snjóaði í fjöll í nótt.

Það snjóaði í fjöll í nótt.
Það snjóaði í fjöll í nótt.

Norðan garri hefur verið í gær og sem er af morgni, það er kaldi eða stinningskaldi. Það snjóaði talsvert í fjöll í nótt alveg niður fyrir tvö hundruð metra. Hitinn á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fór niður í 2,4 stig í nótt, og er þetta


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 13. júní 2018

Gjögur komin inn.

Sjálfvirki úrkomumælirinn á Gjögurflugvelli sendi alltaf. Sér kerfi.
Sjálfvirki úrkomumælirinn á Gjögurflugvelli sendi alltaf. Sér kerfi.

Nú er búið að koma sjálfvirku veðurstöðinni á Gjögurflugvelli inn og farin að senda veðurathuganir sem hún á að gera, það er vindstefnu, vindhraða, hitastigi og rakastigi. Stöðin fór að senda rétt klukkan 13:00 í dag. Rafvirkji og tæknimaður komu í stöðina í dag frá VÍ og fundu bilunina sem var útleiðsla í rakaskynjara. Stöðin hefur verið biluð frá því þann 8. Sjálfvirki úrkomumælirinn


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 13. júní 2018

Hafís sést frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Hafísjakinn er merktur með ör.
Hafísjakinn er merktur með ör.
1 af 3

Hafísfrétt frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík: Flatur ísjaki frekar lár sést frá Litlu-Ávík, er um það bil 5 til 6 Km austur af Sæluskeri (Selskeri. Og um 20 Km frá landi. Sést ílla nema í sjónauka. Hafístilkynning var send hafísdeild


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 10. júní 2018

Hafísinn nálgast.

Rek borgarísjakans undanfarna daga og hafísjaðarinn í morgun.
Rek borgarísjakans undanfarna daga og hafísjaðarinn í morgun.

Mynd frá Ingibjörgu Jónsdóttur Landfræðings við HÍ. Veðurathugunarmaður hefur ekkert getað athugað með hafís vegna dimmviðris, þokusúld eða rigning er. Verður athugað strax þegar hægt er, hvort ísinn


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 9. júní 2018

Bilun.

Skipt um mæli á Gjögurflugvelli. Myndasafn.
Skipt um mæli á Gjögurflugvelli. Myndasafn.

Sjálfvirka veðurstöðin á Gjögurflugvelli er biluð. Stöðin bilaði þann 8, sendi rétt skeyti klukkan 18.00 þann dag, en klukkan 19:00 var bara tómt rugl, raunverulega er allt úti. Ekki er vitað um orsök og hvenær verður farið í viðgerð. Mannaða stöðin


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 6. júní 2018

Viðvörun vegna hafíss.

Þann 5 júní var hafisinn næst Hornbjargi um 12 sjómílur.Kort VÍ.
Þann 5 júní var hafisinn næst Hornbjargi um 12 sjómílur.Kort VÍ.

Nýjustu ratsjármyndir (kl:08:21 6.júní) gefa til kynna að hafís sé um 14 sjómílur norður af Kögri. Eins virðist vera ísdreif sé um 8 sjómílur norður af Hælavíkurbjargi. Stöku borgarís er á svæðinu og mikið um gisinn ís og töluverða bráðnun. Eftir viðvarandi suðvestanátt á Grænlandssundi að


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Saumaklúbbur í Bæ þann 09-01-2009.
  • Borgarísjaki V við Reykjaneshyrnu 26-08-2018.
  • Snjókerling við Bæ í Trékyllisvík.09-04-2009.
  • Gamla hreppstjórahúsið á Eyri-24-07-2004.
Vefumsjón