Átta verkefni í Árneshreppi styrkt.
Sjö milljónum króna úr verkefninu Áfram Árneshreppur! hefur verið úthlutað til átta samfélagseflandi verkefna í Árneshreppi. Verkefnisstjórnin fundaði í Árneshreppi 27. júní og sóttu nokkra styrkþega heim.
Dagurinn byrjaði á Hótel Djúpavík þar sem verkefnisstjórn fékk kynningu á verkefninu "Afþreyingartengd ferðaþjónusta í Árneshrepp" sem miðar að því að setja á stokk einstaklingsmiðaðar gönguleiðsagnir um Árneshrepp. Einnig var verkefnið "Í nýju ljósi" borið augum en það verkefni er komið af stað og miðar að því að endurnýja lýsingar í Sögusýningunni í síldarverksmiðjunni í Djúpavík.
Næst var Badda Fossdal á Melum sótt heim og bauð hún verkefnisstjórninni upp á heimalagaðar kleinur og kaffi og sagði frá stöð verkefnisins "Kjötvinnsla". Verkefnið miðar að því að þróa kjötafurðir úr Árneshreppi og er nú unnið að þróun viðskiptaáætlunar og hönnunar.
Þar næst var kíkt inn í Kaupfélagið en Ólafur Valsson fékk styrk til þess að útvíkka núverandi verslunarrekstur og draga úr rekstrarkostnaði heilsársverslunar
Meira