Heimasmalanir byrjuðu í gær.
Þrátt fyrir þoku í gær byrjuðu bændur hér í Árneshreppi að smala heimalönd sín og eyðibýli. Þokunni létti nú til eftir því sem leið á daginn. Í þessari fyrstu heimasmölun var smalað frá Trékyllisvík og Stóru-Ávíkurland og rekið inn í Litlu-Ávík. Farið var síðan um miðjan dag, þá var þokan búin að lyfta sér upp í um fimmhundruð metra, og smalaður Ávíkurdalurinn og rekið inn í Litlu-Ávík. Síðan var dregið og bændur sem fengu fé keyrðu sínu fé heim.
Í Ávíkurdalnum fékk Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík tvævetlu með sumrung sem svo er kallað þegar ær ber á sumrin. Lambið
Meira