Ólafur Valsson og Sif Konráðsdóttir.
Bréf Ólafs til sumra hreppsbúa.
Verslunarhúsið Norðurfirði.
Ólafur Valsson verslunarmaður hefur sagt upp verslunarhúsnæði og íbúð númer þrjú í Kaupfélagshúsinu sem er svo kallað hjá sveitarfélagi Árneshrepps. Það er hér meðfylgjandi undir myndum. Síðan er bréf frá oddvita sveitarfélagsins sem var sent á öll heimili.
Norðurfirði 21.september 2018.
Til heimilisfólks í Árneshreppi.
Á fundi sínum í kvöld ákvað hreppsnefnd að senda öllum íbúum Árneshrepps bréf varðandi stöðu mála nú þegar Ólafur Valsson hefur sagt upp leigunni á verslunarhúsnæðinu og íbúð nr. 3 í kaupfélagshúsinu og er að hætta rekstri verslunarinnar.
Nú frekar en nokkru sinni fyrr verðum við
Meira