Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 3. september 2018

Veðrið í Ágúst 2018.

Mikið var um þoku og þokuloft í ágúst.
Mikið var um þoku og þokuloft í ágúst.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Norðlægar vindáttir voru ríkjandi frá byrjun mánaðar og fram til 19. Mikið var um þoku sem er nokkuð óvenjulegt í ágúst. Hægviðrasamt var í þessum norðlægu vindáttum og fremur svalt nema þá daga sem birti eitthvað upp. Þann 20 gerði suðvestanátt í einn sólarhring með skúrum og hægum vindi. Eftir það voru komnar hafáttir aftur með þokulofti og einhverri vætu en ekki mikilli. Tvo síðustu daga mánaðar voru suðlægar vindáttir með rigningu eða skúrum og með hærra hitastigi en verið hefur undanfarið. Úrkomulítið var í mániðinum.

Tvær tilkynningar voru sendar á hafísdeild Veðurstofunnar í mánuðinum, en talsvert hefur verið um borgarísjaka stóra sem smá á Húnaflóa allt frá Horni og austur á Skaga.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 1. september 2018

Fjallskil í Árneshreppi 2018.

Frá Melarétt í fyrra.
Frá Melarétt í fyrra.

FJALLSKILASEÐILL.

==================

FYRIR ÁRNESHREPP ÁRIÐ 2018

Samkvæmt fjallskilareglugerð Strandasýslu fyrirskipar hreppsnefnd Árneshrepps, fjallskil í

Árneshreppi árið 2018 á eftirfarandi hátt.

Leitarsvæði séu þrjú. Réttardagur á fyrsta leitarsvæði sé í Melarétt laugardaginn 15. september 2018 og af öðru og þriðja leitarsvæði í Kjósarrétt laugardaginn 22. september 2018

SMÖLUN VERÐI HAGAÐ ÞANNIG:

FYRSTA LEITARSVÆÐI:

Leitardagar séu tveir. Fyrri daginn, föstudaginn 14. sept. 2018, sé svæðið norðan

Ófeigsfjarðar leitað eftir því, sem þurfa þykir og komið að Ófeigsfirði um kvöldið. Síðari daginn,

laugardaginn 15. september 2018, sé fjalllendið austan Húsár leitað, að Reykjarfjarðartagli um Sýrárdal og Seljaneshlíð. Einnig skal leita svæðið út með Glifsu, um Seljadal og Eyrardal, að Hvalhamri. Féð verði rekið yfir Eyrarháls og réttað á Melum.

BJÖRN TORFASON MELUM ER BEÐINN AÐ STJÓRNA LEITINNI

og huga að fyrirstöðu á Eyri seinni daginn.

Svæðið leiti 14 menn. Þessir leggi til menn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. ágúst 2018

Mælar yfirfarnir.

Árni við mælaathuganir.
Árni við mælaathuganir.
1 af 3

Á miðvikudaginn 29 ágúst kom Árni Sigurðsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands til Litlu-Ávíkur til að prufa alla hita mæla, en þá eru þeir prufaðir við mismunandi hitastig ásamt sérstökum prufumæli. Allir mælar reyndust réttir. Smurt var í legur á vindhraðamælum og þeyr yfirfarnir. Veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík fékk nýjan rafmagnsmæli fyrir sjávarhitamælingar, fyrstu sinnar gerðar hjá Veðurstofunni. Árni gat svo farið heimleiðis í dag. Ekki var


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 27. ágúst 2018

Ný hafístilkynning frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Hafísjakinn siglir á um 2 til 3 KM hraða til vesturs.
Hafísjakinn siglir á um 2 til 3 KM hraða til vesturs.
1 af 2

Hafisathugun um 11:40.

Nýr hafísjaki um 6 KM V af Sæluskeri, var um KL:09:00 um 5 KM austur af skerinu, virðist því sigla undan straumi á um 2 til 3 KM hraða, sem er óvenjulegt að straumur liggi þarna til vesturs, venjulega liggur straumurinn til A eða SA eða inn flóann. Jakinn sem gefinn var upp í gær með tvo


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 26. ágúst 2018

Hafistilkynning frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Hafísjakinn er með tvo turna.
Hafísjakinn er með tvo turna.
1 af 3

Svohljóðandi hafístilkynning var send á Hafísdeild Veðurstofu Íslands: Kl:19:15. 26-08-2018.

Borgarísjaki nokkuð stór með tvo turna um það bil 6 KM NNV af Reykjaneshyrnu og ca 18 KM frá landi, hefur færst talsvert


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 22. ágúst 2018

Keyrt á varaafli á Hólmavík.

Höfuðstöð Orkubús Vestfjarða Hólmavík.
Höfuðstöð Orkubús Vestfjarða Hólmavík.

Truflanir á rafmagni á Ströndum sem voru í morgun, voru vegna bilunar í háspennurofa á Skeiði á Hólmavik. Nýr rofi ætti að koma í dag, segir í tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða. Rafmagn er á öllu nema tveimur


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 5. ágúst 2018

Stór Borgarísjaki NNA af Sæluskeri.

Skipherrann með sextantinn góða.
Skipherrann með sextantinn góða.
Rúmlega 300 metra langur og 70 metra breiður borgarísjaki virðist strandaður 19,5 sjómílur norðnorðaustur af Selskeri,(Sæluskeri) norðnorðaustur af Ströndum. Ísjakinn getur verið hættulegur sjófarendum en sést vel í ratsjá.
 

Áhöfnin á varðskipinu Tý mældi borgarísjakann í gærmorgunn. Hann er 315 metra langur, 70 metrar á breidd og 33 metrar á hæð, samkvæmt mælingum Thorbens J. Lund skipherra sem notaði


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. ágúst 2018

Nýr sparisjóðsstjóri ráðinn til Sparisjóðs Strandamanna.

Björn Líndal, Elsa, Inga og Svanhildur. Mynd SPS.
Björn Líndal, Elsa, Inga og Svanhildur. Mynd SPS.

Stjórn Sparisjóðs Strandamanna hefur ráðið Björn Líndal Traustason í starf sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Strandamanna. Björn Líndal er fráfarandi framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, en hann starfaði áður hjá Sparisjóði Húnaþings og Stranda og síðar hjá Landsbanka Íslands. Björn Líndal er með Bs. gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst og Ma. gráðu í skattarétti og reikningsskilum frá Háskóla Íslands. Björn tók við starfinu af Guðmundi Björgvin Magnússyni þann 1. ágúst.

„Sparisjóður Strandamanna hefur starfað frá árinu 1891 og er því 127 ára. Það eru ekki mörg fyrirtæki á Íslandi sem hafa átt svo langa og farsæla sögu. Ég tek við afar góðu búi þar sem sparisjóðurinn hefur eflst mjög á undanförnum árum og finn til mikillar ábyrgðar og auðmýktar gagnvart starfinu og sögu Sparisjóðsins,“ segir Björn Líndal. Heildareignir Sparisjóðsins skv. ársreikningi eru tæplega  3.750 milljónir króna og eigið fé um 350 milljónir króna. Stofnfjáreigendur eru 103.

Sparisjóður Kirkjubóls- og Fellshreppa var stofnaður þann 19. janúar árið 1891 en nafni hans var breytt í Sparisjóð Strandamanna árið 1995. Árið 1999 sameinaðist svo Sparisjóður Árneshrepps Sparisjóði Strandamanna. Sjóðurinn er því


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. ágúst 2018

Veðrið í Júlí 2018.

Mikill vatnsagi var seinnihluta mánaðar.
Mikill vatnsagi var seinnihluta mánaðar.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu þrjá daga mánaðarins voru hægar suðlægar vindáttir með lítilsáttar vætu. Síðan var norðvestanátt í tvo daga. Þann 6 var hæg suðaustanátt. Frá 7 og fram til 12 var suðvestlæg vindátt með hlýju veðri, en oft hvössum vindi. Þann 13 snerist til norðlægra vindátta með vætutíð til 16. Frá 17 til 19 voru breytilegar vindáttir með hlýju veðri og þurrviðri. Síðan voru hafáttir út mánuðinn með úrkomusömu og svölu veðri. Úrkomusamt var í mánuðinum ekki þurr dagur eftir 19. Heyfengur var miklu minni en í fyrra, en þá var metheyskapur. Hey náðust vel þurr í rúllur, þótt úrkomusamt væri, enn góður þurrkur var þess á milli, sérlega fyrri hluta mánaðar.

Úrkomumet varð á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fyrir þennan júlímánuð, úrkoman mældist 159,2 mm, og hefur ekki mælst eins mikil úrkoma í júlí fyrr á stöðinni.

Vindur náði 38 m/s í suðvestan hvassviðrinu þann 9.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 16. júlí 2018

Mikil úrkoma síðustu daga.

Allar lækjarsprænur beljandi.
Allar lækjarsprænur beljandi.
1 af 3

Gífurleg úrkoma hefur verið á Ströndum undanfarna daga. Úrkoman á veðurstöðinni í Litlu-Ávík er komin í 64,0 mm frá föstudeginum 13 til klukkan 09:00 í morgun. Heildarúrkoman í júlí í fyrra var 49,7 mm.

Í gær voru lækir beljandi sem sjást yfirleitt ekki nema á haustin. Nú er aðeins farið að sjatna þótt tún séu viða á floti enn. Myndirnar


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Unnið við kjöljárn,Ástbjörn og Sigursteinn.18-12-2008.
Vefumsjón