Mikill vatnsagi var seinnihluta mánaðar.
Heyskapur gekk þokkalega og náðist hey í rúllur fyrir mestu úrkomuna.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Fyrstu þrjá daga mánaðarins voru hægar suðlægar vindáttir með lítilsáttar vætu. Síðan var norðvestanátt í tvo daga. Þann 6 var hæg suðaustanátt. Frá 7 og fram til 12 var suðvestlæg vindátt með hlýju veðri, en oft hvössum vindi. Þann 13 snerist til norðlægra vindátta með vætutíð til 16. Frá 17 til 19 voru breytilegar vindáttir með hlýju veðri og þurrviðri. Síðan voru hafáttir út mánuðinn með úrkomusömu og svölu veðri. Úrkomusamt var í mánuðinum ekki þurr dagur eftir 19. Heyfengur var miklu minni en í fyrra, en þá var metheyskapur. Hey náðust vel þurr í rúllur, þótt úrkomusamt væri, enn góður þurrkur var þess á milli, sérlega fyrri hluta mánaðar.
Úrkomumet varð á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fyrir þennan júlímánuð, úrkoman mældist 159,2 mm, og hefur ekki mælst eins mikil úrkoma í júlí fyrr á stöðinni.
Vindur náði 38 m/s í suðvestan hvassviðrinu þann 9.
Mæligögn:
Meira