Veðrið í Ágúst 2018.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Norðlægar vindáttir voru ríkjandi frá byrjun mánaðar og fram til 19. Mikið var um þoku sem er nokkuð óvenjulegt í ágúst. Hægviðrasamt var í þessum norðlægu vindáttum og fremur svalt nema þá daga sem birti eitthvað upp. Þann 20 gerði suðvestanátt í einn sólarhring með skúrum og hægum vindi. Eftir það voru komnar hafáttir aftur með þokulofti og einhverri vætu en ekki mikilli. Tvo síðustu daga mánaðar voru suðlægar vindáttir með rigningu eða skúrum og með hærra hitastigi en verið hefur undanfarið. Úrkomulítið var í mániðinum.
Tvær tilkynningar voru sendar á hafísdeild Veðurstofunnar í mánuðinum, en talsvert hefur verið um borgarísjaka stóra sem smá á Húnaflóa allt frá Horni og austur á Skaga.
Mæligögn:
Úrkoman mældist 37,3 mm. (í ágúst2017: 47,1 mm.)
Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.
Þurrir dagar voru 8.
Mestur hiti mældist þann 2 og 3. +15,1 stig.
Minnstur hiti mældist þann 30. +2,4 stig.
Meðalhiti mánaðarins var +7,7 stig. (í ágúst 2017: +9,0. )
Meðalhiti við jörð var +5,58 stig. (í ágúst 2017: +5,35 stig.)
Sjóveður: Sæmilegt eða gott, gráð, sjólítið eða dálítill sjór. Slæmt sjóveður var 28 eða talsverður sjór.
Yfirlit dagar eða vikur:
1-19: Mest Norðan, NA, NNV eða breytilegar vindáttir, andvari, kul, gola, stinningsgola, enn kaldi 6, 7 og 17, þoka, súld, rigning, þurrt í veðri, 3, 4, 9, 10 og 19. Hiti 4 til 15 stig.
20: Suðvestan gola eða stinningsgola, skúrir, hiti 8 til 12 stig.
21-29: Norðan, NNV, NA, kul, gola, stinningsgola enn,kaldi eða stinningskaldi þann 28. þoka, súld, rigning, skúrir, þurrt í veðri 26,27 og 29, hiti 3 til 12 stig.
30-31: Sunnan SA. SSV gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, rigning, skúrir, hiti 2 til 13 stig.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.