Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. ágúst 2018
Prenta
Mælar yfirfarnir.
Á miðvikudaginn 29 ágúst kom Árni Sigurðsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands til Litlu-Ávíkur til að prufa alla hita mæla, en þá eru þeir prufaðir við mismunandi hitastig ásamt sérstökum prufumæli. Allir mælar reyndust réttir. Smurt var í legur á vindhraðamælum og þeyr yfirfarnir. Veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík fékk nýjan rafmagnsmæli fyrir sjávarhitamælingar, fyrstu sinnar gerðar hjá Veðurstofunni. Árni gat svo farið heimleiðis í dag. Ekki var mikill tími til að taka myndir, en ein er af Árna við að prufa mælana, og af nýjum sjávarhitamæli, og af Árna við úrkomumælin.