Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 15. september 2018
Prenta
Snjóaði í fjöll í nótt.
Það hefur snjóað talsvert í fjöll í nótt í fyrsta skipti þetta haustið. Víða er alhvítt niður í um 400 metra og grátt í um 300 metra. Hitinn á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fór niður í 2,4 stig í nótt. Þumalputtareglan segir að það kólni um eina gráðu við hverja hundrað metra.