Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 5. nóvember 2018 Prenta

Gulli nýr flugvallarvörður.

Guðlaugur A Ágústsson.
Guðlaugur A Ágústsson.
1 af 2

Guðlaugur Agnar Ágústsson tók við starfi flugvallarvarðar á Gjögurflugvelli nú 1 nóvember. Guðlaugur er búin að sitja námskeið fyrir flugvallarverði hjá Isavia og í fjarkennslu. Gulli hefur undanfarin 2 ár séð um snjómokstur á flugvellinum, og sem hann mun einnig gera áfram. Guðlaugur var ráðinn sem verktaki í þetta starf hjá Isavia. „Nú er þetta orðið þannig á þessum minni flugvöllum, áður vara þetta auglýst staða,segir Arnór Magnússon umdæmisstjóri flugvalla hjá Isavia fyrir Vestfirði.“

Einnig er Hulda Björk Þórisdóttir að taka námskeið hjá Isavia fyrir radíóið, það er samskipti við flugvélar við lendingar flugtök og önnur samskipti við flugvélar. Guðlaugur mun síðan borga henni laun eftir því sem hann notar hennar starfskrafta, en Gulli er verktakinn og ef hann þarf aðstoð við eitthvað borgar hann þeim laun. (undirverktökum.)

Fyrrverandi flugvallarvörður Sveindís Guðfinnsdóttir sagði upp starfinu í sumar og hætti nú í lok október, og flytur til Hólmavíkur. Þaug hjón Sveindís og Hávarður Benediktsson hættu einnig búskap á Kjörvogi nú í haust. Sveindís sagði strax í fyrra að allt væri búið í Árneshreppi og best væri að koma sér í burtu úr Árneshreppi, hér í Árneshreppi væri ekki búandi lengur, segja þau hjón sem hafa alist upp og búið í hreppnum það sem af er ævi .

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Frá höfninni á Norðurfirði 16-03-2005.
  • Kristmundur færir Guðmundi söfnunarfé frá Félagi Árneshreppsbúa.01-10-08.
  • Sigursteinn Sveinbjörnsson í Litlu-Ávík.
  • Unnið í minni sperrum og rétt af.06-11-08.
Vefumsjón