Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 16. janúar 2019

Úrkoma árið 2018 í Litlu-Ávík.

Úrkomumælir í Litlu-Ávík.
Úrkomumælir í Litlu-Ávík.

Heildar úrkoma fyrir veðurstöðina í Litlu-Ávík á Ströndum fyrir árið 2018, tekin saman af Veðurstofu Íslands og tekin hér úr Gagnabrunni Veðurstofunnar. En úrkoman er þessi eftir mánuðum og innan sviga er úrkoman frá árinu 2017.:

Janúar: 71,3 mm. ( 61,1 mm.)

Febrúar: 99,8 mm. ( 78,4 mm.)

Mars: 40,3 mm. ( 49,2 mm.)

Apríl: 57,1 mm. (166,7 mm.)

Maí: 62,9 mm. (127,0 mm.)


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. janúar 2019

Gengur ílla með flug hjá Ernum.

Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli. Myndasafn.
Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli. Myndasafn.

Aðeins eitt flug hefur verið á Gjögur sem af er janúarmánuði, en það var þriðjudaginn fjórða, þriðjudaginn áttunda var flugi aflýst vegna vélabilunar, og ekkert reynt seinna um daginn að fljúga, einnig var aflýst flugi á föstudaginn ellefta, engin ástæða gefin upp. Nú í dag þriðjudaginn fimmtánda var aflýst flugi vegna veðurs, sem eðlilegt var.

Engin póstur hefur því borist í eina og hálfa viku, búið að fella þrjár ferðir niður. Ef flogið verður næstkomandi föstudag átjánda, mun því hálfsmánaðar póstur koma.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 14. janúar 2019

Meðalhiti í Litlu-Ávík árið 2018.

Hitamælar á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Hitamælar á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Meðalhiti á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fyrir árið 2018 eftir mánuðum. Meðalhitinn er reiknaður út af Veðurstofu Íslands og eru tölurnar úr Gagnabrunni Veðurstofu Íslands. Innan sviga er meðalhitinn frá 2017.:

Janúar: +0.4 stig. (+0,5 stig.)

Febrúar: +1,6.stig(+2,7 stig.)

Mars:+1,1 stig .(+0,7 stig.)

Apríl: +2,7 stig.(+1,5 stig.)

Maí : +5,0 stig.(+ 5,7 stig.)


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. janúar 2019

Rafmagnslaust og snjókoma.

Rafstöð sett í gang í morgun til geta sent veðurathugun.
Rafstöð sett í gang í morgun til geta sent veðurathugun.

Rafmagnstruflanir hafa verið í alla nótt, allt djúpið fór út fyrr í nótt. Nú fyrir sex í morgun var allt rafmagnslaust hér í Árneshreppi þegar veðurathugunarmaður kom á fætur, Orkubúið var látið vita síðan kveikt á rafstöð til að geta sent veðurskeyti og


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 10. janúar 2019

Þorrablót Átthagafélgs Strandamanna.

Dansinn mun duna að borðhaldi loknu.
Dansinn mun duna að borðhaldi loknu.

Þorrablót Átthagafélags Strandamanna verður haldið í veislusal Framheimilisins í Safamýri 25 Reykjavík 19 janúar 2019. Húsið opnar kl. 19:00. Borðhald hefst stundvíslega kl: 20.00

Veislustjóri verður Björk Jakobsdóttir.

Hjónin frá Hveravík þau Gunnar Jóhannsson og Kristín Einarsdóttir ætla að syngja nokkur lög og stjórna fjöldasöng. Frábærir happdrættisvinningar. Allur almennur þorramatur.


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 8. janúar 2019

Rok annað kvöld.

28 til 30 m/s gætu orðið annað kvöld í jafnavind. Kviður uppí jafnvel yfir 60 m/s. Eða í um 115 hnúta. Mynd VI á miðnætti annað kvöld.
28 til 30 m/s gætu orðið annað kvöld í jafnavind. Kviður uppí jafnvel yfir 60 m/s. Eða í um 115 hnúta. Mynd VI á miðnætti annað kvöld.
1 af 2

Mjög hvössum vind er spáð á morgun miðvikudaginn níunda janúar hér á Ströndum og jafnvel ofsaveðri um kvöldið af suðvestri. Vind fer að auka mjög uppúr hádegi og síðan fer hann ört vaxandi og nær sennilega hámarki um miðja nótt. Það er að vindur sé allhvass í fyrstu enn mjög ört vaxandi með deginum og komið hvassviðri um miðjan dag og stormur með kvöldinu og hávaðarok um kvöldið í jafnavind, 25-28 m/s . Og kviður jafnvel í 56 m/s. Veðurspáin frá Veðurstofu Íslands segir


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. janúar 2019

Veðrið í Desember 2018.

Sérkennilegt snjólag í fjöllum á gamlársdag.
Sérkennilegt snjólag í fjöllum á gamlársdag.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Norðlæg vindátt var fyrstu þrjá dagana, og gekk norðanáttin smám saman niður, og seinnipartinn þann þriðja var komin suðlæg gola með talsverðu frosti. Síðan voru hægar breytilegar vindáttir með nokkru frosti. Þá gekk í norðaustan hvassviðri þann 7 um tíma en vind lægði smám saman fram til 9. Heldur hlýrra í veðri. Frá 10 til 19 voru mest austlægar eða suðlægar vindáttir, oftast með hita yfir frostmaki, en nokkurt frost var þann 10. Enn stundum hvass af suðri eða suðvestri eins og 12 og 14 part úr dögum. Allt mjög hrímað var um morguninn þann 17. Þann 20 var hæg norðlæg vindátt með súld. 21 til 22 var hæg breytileg vindátt, með súld og eða frostúða. Þann 23 snérist í ákveðna suðvestanátt og var hvassviðri eða stormur um tíma þann 24. Síðan voru mest suðlægar vindáttir til 29. Þann 30 til 31 var norðaustan og síðan norðan stormur með ofankomu. Auð jörð var á jóladagsmorgun (rauð jól), en alhvítt var á gamlársdag. Næstum helmingur úrkomunnar sem mældist var 2 síðustu sólarhringa mánaðarins.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 31. desember 2018

Gleðilegt nýtt ár.

Talsvert var um borgarísjaka á Húnaflóa á árinu, stórir sem smáir .
Talsvert var um borgarísjaka á Húnaflóa á árinu, stórir sem smáir .

Góðir lesendur nær og fjær,vefsíðan Litlihjalli sendir hinar bestu áramótakveðjur til lesenda sinna og með þökk fyrir samfylgdina í gegnum árin. Megi nýja árið færa okkur öllum gleði og góða tíma. Megi góður Guð vera með okkur öllum og leiða okkur farsællega gegnum nýja árið 2019.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 31. desember 2018

Lægði fyrir hádegið.

Hvít rönd í um 200 m. Örkin Finnbogastaðafjall.
Hvít rönd í um 200 m. Örkin Finnbogastaðafjall.
1 af 2

Veður fór að ganga niður uppúr tíu í morgun, en norðan hvassviðri eða stormur var í nótt með talsverðri ofankomu. Það var slydda eða snjókoma á víxl í gærdag og í gærkvöldi og fram á nótt var mikil slydda, síðan snjókoma. Hitastigið hefur verið rokkandi upp og niður frá 3 stiga hita, en nú á hádegi var komið 4 stiga frost og fer lækkandi. Það er alveg óhætt að segja að veðurspáin frá Veðurstofu Íslands hafi alveg gengið eftir.

Það er svolitið sniðugt að sjá til fjalla nú fyrir hádegið með birtingu og eftir að stytti upp snjókomunni. Það er hvít jöfn


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. desember 2018

Jarðlag- Snjólag.

Séð til Norðurfjarðar auð jörð.
Séð til Norðurfjarðar auð jörð.
1 af 3

Rauð jól voru víðast hvar.

Á mönnuðum veðurstöðvum Veðurstofu Íslands klukkan níu á morgnana er alltaf gefið upp svonefnt jarðlag, það er hvernig jörðin er, auð blaut, eða þurr, og eða snjólag ef snjór er á jörðu og snjódýpt mæld.

Nú á jóladagsmorgun klukkan níu 25 desember 2018 var gefin upp auð jörð á veðurstöðinni í Litlu-Ávík á Ströndum, og þar af leiðandi voru rauð jól eins og víða á landinu. Í fyrra voru hvít jól og snjódýpt mældist 26 cm. á jóladagsmorgun. Alhvít jól hafa nú oftast verið hér á Ströndum, en eftir lauslega athugun Jóns Guðbjörns


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Hafísfrétt 11-09-2024.Stakur borgarísjaki um 3.KM. útaf Reykjanesströnd, sem er á milli Reykjaneshyrnu og Gjögursflugvallar. Rekur inn Húnaflóann.
  • Íshrafl í Ávíkinni 28-12-2001.
  • Árneskirkja hin eldri:21-06-2010.
  • Séð til Krossness frá Litlu-Ávík 15-03-2005.
  • Axelshús Gjögri-05-07-2004.
Vefumsjón