Séð til Norðurfjarðar auð jörð.
Frá Litlu-Ávík auð jörð og lítill snjór í Örkinni.
Kort Veðurstofunnar auð jörð á veðurstöðvum.
Rauð jól voru víðast hvar.
Á mönnuðum veðurstöðvum Veðurstofu Íslands klukkan níu á morgnana er alltaf gefið upp svonefnt jarðlag, það er hvernig jörðin er, auð blaut, eða þurr, og eða snjólag ef snjór er á jörðu og snjódýpt mæld.
Nú á jóladagsmorgun klukkan níu 25 desember 2018 var gefin upp auð jörð á veðurstöðinni í Litlu-Ávík á Ströndum, og þar af leiðandi voru rauð jól eins og víða á landinu. Í fyrra voru hvít jól og snjódýpt mældist 26 cm. á jóladagsmorgun. Alhvít jól hafa nú oftast verið hér á Ströndum, en eftir lauslega athugun Jóns Guðbjörns
Meira