Veðrið í Nóvember 2018.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Fyrstu fjóra daga mánaðar voru norðlægar vindáttir með slyddu, frostrigningu og síðan éljum. Þann 5 var hæg breytileg vindátt, með éljum. Þann 6 og 7 var norðaustan hvassviðri, og hlýnaði í veðri. Síðan 8 og 9 voru breytilegar vindáttir og hægviðri. Þá gerði norðaustan 10 til 16 með kólnandi veðri, með rigningu og síðan slyddu. Þann 17 og 18 voru suðlægar vindáttir með hlýju veðri sérstaklega um morguninn þann 17. þegar hiti fór í 15 stig. Frá 19 til 26 var hægviðri með lítilsáttar úrkomu með köflum, en svölu veðri. Þá gekk í norðaustanátt þann 27 og var NA út mánuðinn með hvassviðri og snjókomu.
Úrkomusamt var fyrri hluta mánaðar eða framyfir miðjan mánuð.
Mæligögn:
Meira