Flýtum klukkunni.
Veðurathugunarmaðurinn Jón Guðbjörn Guðjónson á veðurstöðinni í Litlu-Ávík á Ströndum telur að forsætisráðherra vor hafi eitthvað ruglast í tímalínu sinni með að vilja að seinka klukkunni. Ef við seinkum klukkunni um einn tíma er enn meira myrkur á morgana en nú er. Enn afur á móti ef við flýttum klukkunni um einn tíma væri aðeins meiri byrta á morgnana og því betra fyrir börnin að ganga í skólann.
Sólin er nú í hádegisstað uppúr klukkan hálf tvö, en yrði við flýtingu klukkunnar um einum tíma fyrr og nær birtumörkum. Og því fengju börn birtu fyrr á morgnana í skólann. Eins og forsætisráðherra sagði fyrir skömmu í fréttum RÚV, að hún sé þung á morgnana, varla batnar það með meira myrkri, en mun örugglega stórlagast með meyri birtu fyrr á morgnana. Klukkan hefur verið óbreytt síðan 1968, en þá var hætt að rugla með sumar og vetrartíma.