Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 20. janúar 2019 Prenta

Flýtum klukkunni.

Katrín Jakobsdóttir forsetisráherra. Við viljum meiri birtu á morgnana á Ströndum.
Katrín Jakobsdóttir forsetisráherra. Við viljum meiri birtu á morgnana á Ströndum.

Veðurathugunarmaðurinn Jón Guðbjörn Guðjónson á veðurstöðinni í Litlu-Ávík á Ströndum telur að forsætisráðherra vor hafi eitthvað ruglast í tímalínu sinni með að vilja að seinka klukkunni. Ef við seinkum klukkunni um einn tíma er enn meira myrkur á morgana en nú er. Enn afur á móti ef við flýttum klukkunni um einn tíma væri aðeins meiri byrta á morgnana og því betra fyrir börnin að ganga í skólann.

Sólin er nú í hádegisstað uppúr klukkan hálf tvö, en yrði við flýtingu klukkunnar um einum tíma fyrr og nær birtumörkum. Og því fengju börn birtu fyrr á morgnana í skólann. Eins og forsætisráðherra sagði fyrir skömmu í fréttum RÚV, að hún sé þung á morgnana, varla batnar það með meira myrkri, en mun örugglega stórlagast með meyri birtu fyrr á morgnana. Klukkan hefur verið óbreytt síðan 1968, en þá var hætt að rugla með sumar og vetrartíma.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Björn Torfason heldur ræðu.Barnabarn hans fylgist með afa sínum.
  • Smiðir  vinna að undirbúngi á þaki 11-11-08.
  • Hrafn og Úlfar glaðbeittir á svip.08-11-08.
Vefumsjón