Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 18. febrúar 2019 Prenta

Áform um friðlýsingu Dranga.

Bærinn Drangar.
Bærinn Drangar.

Umhverfisstofnun, ásamt landeigendum jarðarinnar Dranga og sveitarfélaginu Árneshreppi hefur uppi áform um friðlýsingu jarðarinnar Dranga á Ströndum.  Áform um friðlýsingu skulu kynnt í samræmi við 2. mgr. 38. gr. náttúruverndarlaga. Gert er ráð fyrir að svæði sem ekki er á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár skuli kynnt sérstaklega.

 

Frestur til að skila athugasemdum við áformin er til og með 10. apríl 2019. Frekari upplýsingar á heimasíðu Umhverfisstofnunar, www.ust.is Athugasemdum við áformin má skila á heimasíðu Umhverfisstofnunar, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða með pósti til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Unnið í þaki 24-11-08.
  • Síldarverksmiðjan Eyri í Ingólfsfirði.Mynd Jóhann.
Vefumsjón