Gengur ílla með flug hjá Ernum.
Aðeins eitt flug hefur verið á Gjögur sem af er janúarmánuði, en það var þriðjudaginn fjórða, þriðjudaginn áttunda var flugi aflýst vegna vélabilunar, og ekkert reynt seinna um daginn að fljúga, einnig var aflýst flugi á föstudaginn ellefta, engin ástæða gefin upp. Nú í dag þriðjudaginn fimmtánda var aflýst flugi vegna veðurs, sem eðlilegt var.
Engin póstur hefur því borist í eina og hálfa viku, búið að fella þrjár ferðir niður. Ef flogið verður næstkomandi föstudag átjánda, mun því hálfsmánaðar póstur koma. Þótt fámennt sé nú í Árneshreppi þurfa margir að senda frá sér áríðandi póst sem ekki er hægt að senda í tölvupósti, og fá póst og pakka. Þetta er slæmt mál þegar flugfélagið Ernir fljúga aldrei daginn eftir þegar flugfært er, aðeins reynt á föstum áætlunardögum.