Rauð eða flekkótt jól.
Það er búið að vera frábært veður svona í heild sem af er desember, veðurhæð mest á rólegu nótunum, þótt aðeins hafi blásið af ýmsum áttum hluta úr dögum. Mest hafa verið austlægar vindáttir eða suðlægar, og jafnvel breytilegar vindáttir. Alhvít jörð var fyrstu sex daga mánaðarins, enn það snjóaði talsvert um síðustu mánaðamót og fór snjódýpt í 20 cm, en frá sjöunda var flekkótt jörð, en í morgun gaf veðurathuganmaður í Litlu-Ávík upp auða jörð í veðurskeyti, rétt aðeins smávegis snjór í djúpum lautum. Það er jafnvel ótrúlegt að sjá veginn héðan úr Árneshreppi gefin upp auðan á þessum ártíma. (Sjá vef Vegagerðarinnar.)
Fólk er alltaf að pæla í hvort verði hvít eða rauð jól og veðurfræðingar og jafnvel veðureftirlitsmenn einnig mikið spurðir um það. En fólk pælir lítið í því hvaða dag eða tíma er miðað við. Á Veðurstofu Íslands er alltaf miðað við hvaða jarðlag – snjólag er gefið upp frá veðurstöðvum að morgni jóladags klukkan níu að morgni þess dags. En sumir halda að þetta sé á aðfangdagskvöld klukkan átjanhundruð þegar jólin ganga í garð, en það er ekki rétt viðmiðun.
Miðað við veðurspár fram í tíman reiknar Jón Guðbjörn veðureftirlitsmaður í Litlu-Ávík alveg eins með að verði auð jörð, eða sama sem rauð jól að morgni jóladags, en í mesta lagi að verði flekkótt, aðeins snjór á jörðu. Meðfylgjandi mynd er tekin nú í hádeginu. Eins og vormynd, þokuloft nema bara dimmra en á vorin.