Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 17. nóvember 2018
Prenta
Óvenjulegt hlítt loft mætti veðurathugunarmanni.
Það var virkilega gaman að koma út í morgun klukkan níu að lesa af hitamælum segir „Jón Guðbjörn veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík, því hitinn var13,9 stig og hámarkshitinn hafði farið í 15,0 stig með morgninum. Jón segir þetta óvenjulegt í nóvembermánuði og þetta hafi varla gerst betra í sumar síðastliðið“. Þessi hiti bætir liðan manna og heilsu örugglega. Vindur er fremur hægur hér á Ströndum eins og er en gæti bætt í vind seinna í dag, annars fer veður hægt og hægt heldur kólnandi en samt sæmilegasti hiti langt fram í næstu viku með suðlægum áttum eftir veðurspá Veðurstofu Íslands.