Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. mars 2018 Prenta

Veðrið í Febrúar 2018.

Séð til Norðurfjarðar, Drangajökull í baksýn.
Séð til Norðurfjarðar, Drangajökull í baksýn.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði fljótlega með látum. Þann 2 og 4 var sunnan og suðvestan rok eða jafnvel ofsaveður í jafnavind, með hlýindum báða dagana um tíma. Snjó tók mikið til upp og svell hurfu mikið til. Suðvestan eða vestanáttir voru svo ríkjandi áfram með éljum og frosti fram til 9. Þann 10 gerði norðan hvell með mikilli snjókomu. Síðan héldu umhleypingar áfram, með frosti eða hita. Þann 15 og 16 hlánaði svolítið, og einnig þann 19. Síðan var allgóður hiti frá 23 og fram á síðasta dag mánaðar, en kólnaði mikið um kvöldið þann 28. Snjó tók mikið til upp, þannig að jörð á láglendi var talin lítilsáttar flekkótt síðustu tvo daga mánaðarins.

Vindur fór í 40 m/s í kviðum um hádegið í sunnan rokinu þann 2. Og í 45 m/s í SV rokinu þann 4.

Tjón: Bátur fauk uppúr bátavagni í ofsaveðrinu þann 4. á Norðurfirði, og einnig brotnaði rúða í Kaffi Norðurfirði. Þann 24 á laugardegi, í suðvestan hvassviðri fuku upp hurðir á flatgryfju á Finnbogastöðum, eða gáfu eftir í veðurofsanum, og lögðust inn, enn mjög kviðótt var þar.

Mánuðurinn verður að teljast mjög umhleypingasamur og vindasamur mánuður í heild.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 100,4 mm. (í febrúar 2017: 76,3 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 0 dag.

Þurrir dagar voru 5.

Mestur hiti mældist þann 24. +10,2 stig.

Minnstur hiti mældist þann 13. -6,6 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +1,6 stig. (í febrúar 2017: +2,7 stig.)

Meðalhiti við jörð var -2,22 stig. ( í febrúar 2017: -0,09 stig.)

Alhvít jörð var í 12 daga.

Flekkótt jörð var í 16 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 11. 45 cm.

Sjóveður: Rysjótt.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Norðaustan og A kaldi, stinningsgola, gola, snjóél, snjókoma, hiti -1 til -4 stig.

2: Sunnan eða SSV, stormur, síðan allhvasst, rigning, skúrir, hiti 2 til 9 stig.

3: Suðvestan kaldi, stinningskaldi, allhvasst, él, hiti 1 til 3 stig.

4: Ofsaveður í fyrstu, síðan stormur, skúrir, rigning, hiti 2 til 9 stig.

5-9: Suðvestan eða S, allhvass, stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, skafrenningur, snjóél, snjókoma, úrkomulaust þann 6 og 8. Hiti 2 til -6 stig.

10: Norðan, NNA, NNV, gola, stinningsgola, allhvass, hvassviðri, mikil snjókoma, hiti 0 til -3 stig.

11-12: Suðvestan, allhvasst, stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, skafrenningur, él, hiti -0 til -6 stig.

13-15: Norðaustan eða A, kaldi, stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, en allhvasst eða hvassviðri þann 14, snjókoma, él, rigning, hiti -7 til 4 stig.

16: Suðvestan allhvasst, stinningskaldi, stinningsgola, smá él, hiti 0 til 3 stig.

17-18: Suðlægar eða breytilegar vindáttir, andvari eða kul, þurrt í veðri, hiti 2 til -5 stig.

Um kvöldið þann 18 var austnorðaustankaldi fram á morgun þann 19, með snjókomu, slyddu og rigningu.

19: Austan kaldi í fyrstu síðan sunnan stinningskaldi, allhvass, skúrir, hiti 8 og niður í -1 stig.

20: Suðvestan allhvass, stinningskaldi, stinningsgola, slyddu eða snjóél, hiti 0 til 4 stig.

21: Austan, SA, kaldi, allhvass, síðan SV, allhvass eða hvassviðri, kaldi, snjókoma, slydda, rigning, hiti -2 til 7 stig.

22: Suðaustangola, síðan SV eða S, allhvass eða hvassviðri, snjóél, hiti -1 til 3 stig.

23-24: Austan og síðan suðlægar vindáttir, stormur um tíma þann 23 og hvassviðri þann 24, annars allhvass eða stinningskaldi, snjókoma, slydda, rigning, hiti 1 til 10 stig.

25-27: Suðlægar vindáttir, SA, S, SSV, gola, stinningsgola, allhvasst, slydda, rigning, skúrir, en þurrt í veðri þann 26. hiti 1 til 10 stig.

28: Suðvestan stinningskaldi í fyrstu, síðan norðan gola eða stinningsgola, súld, hiti 1 til 9 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Sumarhúsið Fossabrekkur í Melalandi.13-08-2008.
  • Jánið að mestu komið á að SA verðu,03-12-2008.
  • Flatur ísjaki frekar lár sést frá Litlu-Ávík, er um það bil 5 til 6 Km austur af Sæluskeri Og um 20 Km frá landi. 13-06-2018.
Vefumsjón