Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 7. janúar 2018
Prenta
Veðurspá í dag og á morgun.
Það er búið að snjóa mikið hér á Ströndum núna undanfarna daga, og einnig hefur skafið mikið í þessum NA og A lægu vindáttum. En veðurspáin í dag og á morgun frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra er svohljóðandi. Gul viðvörun er fyrir þetta spásvæði.
Austan 10-18 og snjókoma með köflum, en hægari og úrkomulítið upp úr hádegi. Suðaustan 15-23 undir kvöld og dálítil rigning, en sunnan 5-13 og úrkomulítið í nótt. Norðlægari og snjókoma eða slydda í fyrramálið, en snýst síðan í sunnan 8-13 með stöku éljum. Hiti kringum frostmark.