Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 23. desember 2017 Prenta

Pottþétt hvít jól á Ströndum.

Nú þegar er orðið alhvítt og snjókoma.
Nú þegar er orðið alhvítt og snjókoma.

Nú er það orðið pottþétt að verði hvít jól hér á Ströndum. Eftir alla þessu leiðinlegu suðvestanátt er nú komin norðaustanátt, og verða norðlægar vindáttir um jól og langt fram í næstu viku, á milli jóla og áramóta. Það gæti bara snjóað talsvert nú um jólin hér í Árneshreppi. Veðurathugunarmenn fá nóg að gera í að mæla snjódýpt og bræða úrkomu sem fellur í föstu formi í frostinu. Enda hefur ekki verið mikið um að það hafi þurft í haust og sem af er vetri, nema að fylgjast með veðurmælum og lesa af hitamælum fyrir hverja veðurathugun. En veðurspáin er svona frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag Þorláksmessa og á morgun aðfangadag jóla: Norðaustan 13-18 og snjókoma en mun hægari inn til landsins fram á nótt. Norðaustan 10-18 á morgun og él, hvassast á Ströndum. Frost 3 til 10 stig, kaldast í innsveitum. Á mánudag jóladag: Norðaustanátt, víða 10-15 m/s og él en rofar til sunnanlands. Frost 2 til 10 stig, kaldast inn til landsins.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Unnið í þaki 24-11-08.
  • Teikning af nýju kaffihúsi á Norðurfirði.
  • Séð að Felli 15-03-2005.
Vefumsjón