Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 30. desember 2017 Prenta

Hundslappadrífa og áramótaveðurspá.

Sæmilegasta veður gæti orðið á gamlárskvöld.
Sæmilegasta veður gæti orðið á gamlárskvöld.

Það var kalt í nótt, á veðurstöðinni í Litlu-Ávík og fór frost niður í 9 stig, eða nákvæmlega -8,6 stig, en við jörð fór það í -12,6 stig. Í gær eftir hádegið gerði hundslappadrífu fram eftir degi. Vegurinn er talinn fær norður í Árneshrepp. Þegar fer að hreifa vind eitthvað að ráði er nú hætt við að þessi hálfgerði nýji púðursnjór fari að skafa. Það lítur sæmilega út með veður hér á Ströndum á gamlárskvöld. Annars er veðurspáin þessi í dag og á morgun og á nýársdag frá Veðurstofu Íslands:

Austlæg eða breytileg átt 3-8 en norðaustan 5-13 í kvöld. Stöku él, einkum á annesjum. Breytileg átt, 3-8 og þurrt síðdegis á morgun. Frost 3 til 14 stig, kaldast í innsveitum. Á mánudag (nýársdagur): Breytileg átt, víða hæg. Bjartviðri að mestu, en stöku él við NA- og A- ströndina. Kalt í veðri, einkum inn til landsins.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Litla-Ávík um miðja síðustu öld.
  • Mikil froða eða (sælöður),í Ávíkinni 10 setember 2012 í norðan brimi.
  • 28-12-2010.Borgarísjakinn sem sést hefur frá Litlu-Ávík hefur nú færst austar og er nú ca 15 km NNA af Reykjaneshyrnu.
  • Hilmar Hjartarson pípari við vinnu í aðalbaðherbergi.02-05-2009.
  • Félagsheimilið í Trékyllisvík:26-06-2010.
Vefumsjón