Hvalárvirkjun, uppistöðulón og stíflur.
Það er fróðleg grein á vef Orkubús Vestfjarða um virkjanamál og útlit eftir framkvæmdir, eftir Sölva R Sólbergsson hjá orkusviði stofnunarinnar.
Mikið hefur verð rætt um Hvalárvirkjun að undanförnu og sitt sýnist hverjum. Þegar rætt er um verklegar framkvæmdir, hvort heldur það eru orkumannvirki eins og þau sem tengjast Hvalárvirkjun, vegagerð út á landsbyggðinni eða jafnverl varnarmannvirki fyrir skriðu og snjóflóðum, þá á almenningur oft á tíðum erfitt með að átta sig á umfangi viðkomandi mannvirkja úti í náttúrunni fullbyggð og búið að ganga frá. Hvað þá heldur að átta sig á ásýndinni nokkrum árum eftir lok framkvæmda, t.d. hversu fljótt gróður hefur náð sér á strik og veðrun á grjóti er búinn að þróast.
Þótt Orkubú Vestfjarða sé ekki aðili að Hvalárvirkjun, þá má segja að aðrar virkjanir á Vestfjörðum, sem eru í undirbúningi, þurfa einnig að fara í leyfis og skipulagsferli og ekki úr vegi að sýna yfirstaðnar framkvæmdir sem innlegg í umræðuna. Eitt af því sem fólk á erfitt að átta sig á er umhverfisáhrif jarðvegsstíflanna, sem um leið eru hluti af nýtingu náttúrulegra vatna ofan inntaks virkjana. Það vill svo til að landslag í Steingrímsfirði kringum Hólmavík er ekki ósvipað landslaginu í Ófeigsfirði. Ávöl klapparholt með górðurþekju á milli hjalla, en ekki háar og brattar hlíðar eins og er víða annarstaðar á Vestfjörðum. Í næsta nágernni við Hólmavík er virkjun í eigu Orkubúsins sem heitir Þverárvirkjun og er 2,2 MW að stærð. Árið 1999 til 2001 var virkjunin og stíflan endurbyggð.
Stíflan var hækkuð um 12 metra