Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 25. janúar 2018 Prenta

Upplýsingafulltrúi og verkefnastjóri VesturVerks.

Birna Lárusdóttir.
Birna Lárusdóttir.

Þetta er frábært framtak hjá Vesturverki að hafa fengið þessa frábæru konu sem upplýsingafulltrúa og verkefnastjóra fyrirtækiisins.

Birna Lárusdóttir gekk til liðs við VesturVerk nú um áramót og mun hún gegna starfi upplýsingafulltrúa og verkefnastjóra fyrirtækisins. Ráðning Birnu er liður í því að stuðla að málefnalegri umræðu um fyrirhugaðar vikjanaframkvæmdir fyrirtækisins á Vestfjörðum og raforkumál almennt.

Birna er fædd í Reykjavík árið 1966. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund og BA prófi í fjölmiðlafræði frá University of Washington í Seattle í Bandaríkjunum árið 1992. Að námi loknu fluttist hún til Ísafjarðar og tók við stöðu fréttamanns Ríkisútvarpsins á Ísafirði. Hún var fréttaritari RÚV í Noregi um þriggja ára skeið en fluttist þá vestur á ný og starfaði m.a. við kennslu, blaðamennsku og ritstjórn. 

Árið 1998 tók hún sæti í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sat í bæjarstjórn samfellt í 12 ár, lengst af sem forseti bæjarstjórnar. Hún var varaþingmaður NV-kjördæmis og hefur gegnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum í gegnum tíðina, s.s. stjórnarsetu í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, formennsku skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði og formennsku í samgönguráði. Birna er einnig heiðursræðismaður Noregs og Svíþjóðar á Ísafirði. Síðustu þrjú ár hefur Birna starfað í hlutastarfi sem verkefnastjóri hjá Háskólasetri Vestfjarða.

Sambýlismaður Birnu er Hallgrímur Kjartansson, læknir, og eiga þau fjögur börn.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Slydda en áfram reist.27-10-08.
  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • Sumarhúsið Fossabrekkur í Melalandi.13-08-2008.
  • Ágústa og Þórólfur í Sparisjóðnum.
  • Sigursteinn hifir plötur á þak,á þaki eru-Gulli Hrafn og Íngólfur.
  • Saumaklúbbur í Bæ 27-01-2006.
Vefumsjón