Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 13. júní 2018
Prenta
Gjögur komin inn.
Nú er búið að koma sjálfvirku veðurstöðinni á Gjögurflugvelli inn og farin að senda veðurathuganir sem hún á að gera, það er vindstefnu, vindhraða, hitastigi og rakastigi. Stöðin fór að senda rétt klukkan 13:00 í dag. Rafvirkji og tæknimaður komu í stöðina í dag frá VÍ og fundu bilunina sem var útleiðsla í rakaskynjara. Stöðin hefur verið biluð frá því þann 8. Sjálfvirki úrkomumælirinn var alltaf í lagi, en sér sendingarkerfi er fyrir hann. Sá úrkomumælir sýnir alltaf minni úrkomu en mælist á mönnuðu veðurstöðinni í Litlu-Ávík.