Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 20. september 2018
Prenta
Smalað innan Veiðileysu.
Bændur eru nú í dag að smala innan Veiðileysufjarðar, allt frá Kaldbak og norður um Byrgisvík og Kolbeinsvík og til Veiðileysu, þar er rekið inn í litla rétt sem er neðan við melinn við þjóðveginn. Leiðindaveður er núna og hvöss norðanátt með slyddu á láglendi og snjókomu ofar. Það er oft mjög hvass þarna innfrá þar sem er verið að smala núna og mjög slæmt í Kolbeinsvík og Byrgisvík.
Uppfært kl:15:45. Það gekk ílla að smala aðeins hægt að smala neðan fjallslíinu, neðan veg og meðfram sjónum, um 60 rollur og lömb smöluðust.