Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 22. september 2018 Prenta

Réttað var í dag í Kjósarrétt.

Það er hvít eða flekkótt jörð í Reykjarfyrðinum.
Það er hvít eða flekkótt jörð í Reykjarfyrðinum.
1 af 4

Leitað var Reykjarfjarðasvæðið í morgun og fram á dag, þetta fé sem náðist var rekið í Kjósarrétt við Reykjarfjörð. Fátt fé er nú orðið á þessu svæði og sjálfsagt hefur ekki smalast vel, því erfitt er að fara uppí snjólínu og ganga þar, mjög sleipt. Norðanáttin gekk niður liðna nótt og í morgun. Hitinn hefur verið frá 2 stigum í morgun og uppí þetta 4 stig yfir hádaginn.

Meðfylgjandi eru myndir úr Kjósarrétt, en fé sem verið var að smala kringum Kamb var ekki komið í rétt, þegar fréttamaður var á ferð, ekki var hægt að smala kringum Kamb í gær vegna veðurs.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Húsið fellt.
  • Séð til Drangaskarða 15-03-2005.
  • Hrafn og Úlfar glaðbeittir á svip.08-11-08.
Vefumsjón