Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. maí 2019 Prenta

Veðrið í Apríl 2019.

Séð niður að Litlu-Ávík 25-04-2019.
Séð niður að Litlu-Ávík 25-04-2019.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu tvo dagana var norðan skot með snjókomu. 3 til 4 voru hægar suðlægar vindáttir. 5 var norðaustan með slyddu. Enn frá 6 til 12 var hægviðri með hita yfir daginn en frosti að næturlagi. Léttskýjað og mjög fallegt veður þessa daga. Frá 13 fór að hlýna en frekar og bæta aðeins í vind og meira skýjað en góðviðrasamt. Þann 21 var breytileg vindátt og farið að kólna í veðri. 22 og 23 var skammvinn norðaustanátt með rigningu eða slyddu, kólnaði í veðri. Þann 24 og 25 voru breytilegar vindáttir og fór að hlýna aftur. Frá 26 og út mánuðinn voru hægar hafáttir.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 32,2 mm. (í apríl 2018: 56,3 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 14.

Mestur hiti mældist þann 19: +13,2 stig.

Mest frost mældist þann 03: -5,1 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +4,3 stig.

Meðalhiti við jörð var +0,75 stig. (í apríl 2018: +0,19 stig.)

Alhvít jörð var í 2 daga.

Flekkótt jörð var í 10 daga.

Auð jörð því í 18 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 1,2,og 3= 10 cm.

Sjóveður: Mjög gott eða sæmilegt sjóveður allan mánuðinn nema 1og 2.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-2: Breytileg vindátt í fyrstu, kul eða gola, síðan Norðan stinningskaldi, allhvass, úrkomulaust þ.2. en snjókoma um tíma þ.1. hiti +1 niður í -5 stig.

3-4: Suðlægar vindáttir, S SV, stinningsgola, stinningskaldi, gola, þurrt í veðri þ.3. en vart úrkomu þ.4. hiti frá -5 til +6 stig.

5: Breytileg vindátt andvari, gola, síðan NA stinningsgola, slydda, hiti +1 til +3 stig.

6-12: Breytileg vindátt afram, logn, andvari, kul, gola, þurrt í veðri, en smá rigning þ.12. hiti -3 til +12 stig.

13-20: Mest Suðaustan, S, SSV, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, en allhvass þ.17. rigning, skúrir, en úrkomulaust 13,14,15, hiti +3 til +13 stig.

21: Breytileg vindátt, S, SV, NV, N og NA, stinningsgola, gola, kul, úrkomulaust, hiti +4 til +7 stig.

22-23: Norðaustan stinningsgola eða kaldi, rigning eða slydda, hiti +1 til +4 stig.

24-25: Breytilegar vindáttir logn, andvari eða kul, rigning, hiti +3 til +10 stig.

26-30: Norðlægar vindáttir, kul eða gola, rigning, súld, en úrkomulaust 27 og 30.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Vantar pappa á sumstaðar.13-11-08.
  • Árneskirkja hin eldri:21-06-2010.
  • Húsið 29-10-08.
  • Ægir Thorarensen kemur á Agnesi Guðríði ÍS-800.
Vefumsjón