Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. júlí 2019

Veðrið í Júní 2019.

Það snjóaði niðurundir láglendi 04-06.
Það snjóaði niðurundir láglendi 04-06.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Hafáttir voru ríkjandi fyrstu 11 daga mánaðarins með köldu veðri með snjó eða slydduéljum, heldur fór að hlína þann 6 en þann 10 fór að hlína fyrir alvöru þótt hafáttir væru enn. Þann 12 var vestlæg vindátt með miklum hita, fór í 17,5 stig. Þann 13 og fram til 22,voru norðlægar vindáttir og kólnaði talsvert í veðri þann 14 með þokulofti, síðan kólnaði enn frekar þann 18. Frá 23 og til 28 voru suðvestlægar vindáttir með mjög hlýju veðri, hitinn fór í 18,2 stig þann 27. og var það hæðsti hiti mánaðarins. Síðan voru hafáttir tvo síðustu daga mánaðarins með svölu veðri og súld. Mjög úrkomulítið var í mánuðinum, og jörð mjög þurr. Grasspretta gengur hægt og jafnvel að tún hafi brunnið þar sem þurrast er. Kuldatíð og þurrki um að kenna, mjög kalt var fyrstu ellefu daga mánaðarins, en mjög hlítt 23 til 28 en þá var mjög þurrt. Þannig að það er einungis í sex daga sem hægt er að tala um góðan hita hér á Ströndum.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 24. júní 2019

Opnunarveisla Verslunarfélags Árneshrepps.

Sigurður Ingi Jóhannsson heldur ræðu.
Sigurður Ingi Jóhannsson heldur ræðu.
1 af 5

Í dag var haldin opnunarveisla á Norðurfirði þegar Verslunarfélag Árneshrepps var opnað formlega. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu - og sveitarstjórnarráðherra, kom norður og opnaði verslunina formlega, hélt ræðu og afhjúpaði merki félagssins, sem er búið að setja utan á verslunarhúsið. Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti hélt ræðu og Arinbjörn Bernharðsson formaður verslunarfélagsins. Skúla Gautasyni var færður blómvöndur, en hann stóð mest í vinnu við stofnun félagssins, ásamt Evu oddvita og fleirum. Sigurður Ingi „sagði í sinni ræðu að verslun væri nauðsynleg í hverju byggðarlagi, tildæmis væri lítil verslun í hans heimbyggð í Hrunamannahreppi og þar væri lítið kaffihorn þar sem fólk gæti sest niður og spjallað, þar væri þetta kallað lygahornið, en hér mætti kalla þetta kjaftahornið“.

Margmenni


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 23. júní 2019

Opnunarhátíð Verzlunarfjelags Árneshrepps.

Opnað formlega á morgun.
Opnað formlega á morgun.

Verzlunarfjelag Árneshrepps verður opnað formlega með pompi og prakt núna á mánudaginn, 24. júní kl 13.00

Af því tilefni verður haldin opnunarveisla og þér er boðið.   

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ætlar að koma og opna verzlunina formlega.

Það er verið að baka kleinur, punga og tertu með merki Verzlunarfjelagsins svo það verður mikið um dýrðir!

Það verða ómótstæðileg opnunartilboð m.a. á Royal-búðingum og tómat-purée, svo það er eftir nokkru að slægjast!


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 10. júní 2019

Verslunin opnuð óformlega.

Merki Versluarfélags Árneshrepps.
Merki Versluarfélags Árneshrepps.
1 af 2

Verslunarfélag Árneshrepps ætlaði að opna verslun fyrir hvítasunnu á Norðurfirði í gamla kaupfélagshúsinu. Fyrstu vörur áttu að koma í hina nýju verslun á miðvikudaginn 5 júní en það dróst þar til á föstudaginn 7, var þá strax farið í að raða uppí hillur og setja í frysta og kæla. Verslun var því opnuð í smá tíma í gær Hvítasunnudag. Á næstunni verður svo formleg opnun með stæl.

Vörur munu síðan koma á miðvikudögum með flutningabíl Strandafraktar.

Árný Björk Björnsdóttir var ráðinn verslunarstjóri Verzlunarfjelags Árneshrepps en Árný er fædd og uppalin á Melum í Árneshreppi og er því kunnug staðháttum, og mun hún sjá um rekstur


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 8. júní 2019

Nanna systir.

Mjög skemmtilegt leikrit.
Mjög skemmtilegt leikrit.
1 af 2

Leikfélag Hólmavíkur sýndi í kvöld í Félagsheimilinu í Trékyllisvík, leikritið Nanna systir. Vel var mætt á sýninguna miðað við fólksfjölda í hreppnum. Góður rómur var gerður að sýningunni. Leikfélagið er búið að sýna leikritið víða um land og var þetta lokasýningin.

Leikarar eru tíu; fimm konur og fimm karlar. Sumir þeirra eru gamalreynd og aðrir eru að stíga sín fyrstu skref á leiksviði með Leikfélagi Hólmavíkur. Sögusvið Nönnu systur er


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 4. júní 2019

Það snjóar enn.

Það snjóaði niður á lálendi í nótt og í morgun.
Það snjóaði niður á lálendi í nótt og í morgun.

Í gærkvöld og í morgun snjóar í fjöll og alveg niður á lálendi, en snjó tekur strax upp á láglendi eftir hryðjurnar (élin) , uppí í um hundrað metra hæð. Norðan eða norðnorðaustanátt er 9 til 12 m/s og hitinn var í nótt 1,5 til 4,0 stig frá því í gærkvöldi.

Talað er um að þessi kuldatíð


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. júní 2019

Veðrið í Maí 2019.

Það snjóaði í fjöll 28 og 31.
Það snjóaði í fjöll 28 og 31.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Norðlægar vindáttir voru fyrstu þrjá dagana og úrkomulítið en svalt. Þann 4 var skammvinn suðvestanátt og hlýnaði þá talsvert í veðri um tíma. Síðan þann 5 fór veður kólnandi aftur með norðlægum vindáttum. Norðlægar vindáttir voru svo ríkjandi fram til 11 með köldu veðri og snjóéljum. Veður fór síðan hlýnandi aftur þann 12 með austlægum eða breytilegum vindáttum fram til 17. Þann 18 gekk í kuldatíð á ný með norðlægum vindáttum með súld og þokulofti í fyrstu, síðan þurru veðri, enn snjóéljum þann 28 og slydduéljum þann 31 og var þessi kuldatíð út mánuðinn. Bændur hættu svona almennt að setja út lambfé vegna en meiri kulda þann 27 enda voru snjó og slydduél dagana á eftir. Það bjargaði talsvert að þetta var mest þurrakuldi þegar lambfé var sett út í byrjun. Úrkomulítið var í mániðinum.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. maí 2019

Sauðburðarveður í maí.

Sauðfé var snemma sett út í þurrakuldan.
Sauðfé var snemma sett út í þurrakuldan.
1 af 2

Sauðburður hófst almennt hér í Árneshreppi um fimmta maí en svona fyrir alvöru um tíunda. Þegar sauðburður hófst var austlæg eða norðaustlæg vindátt með frekar svölu veðri og jafnvel með snjóéljum. Veður fór síðan hlýnandi aftur þann tólfta með austlægum vindáttum en hægviðri, en þokuloft og súld með köflum, en annars þurrt fram til sautjánda. Þann átjánda gekk í kuldatíð á ný með norðlægum vindáttum með súld og þokulofti í um fjóra daga, annars bara


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 3. maí 2019

Bifreiðaskoðun á Hólmavík 6 til 9 maí 2019.

Færanlega skoðunarstöð Frumherja á Hólmavík.
Færanlega skoðunarstöð Frumherja á Hólmavík.

Tilkynning frá Frumherja.

Færanlega skoðunarstöð Frumherja hf. verður staðsett á Hólmavík frá mánudeginum 6. maí til fimmtudagsins 9. maí 2019. Aðeins er farin þessi eina ferð á þessu ári. Tekið er á móti öllum greiðslukortum(kredit og debet). Frumherji hf. vill benda viðskiptavinum sínum á skoðunarstöðina í Búðardal þar sem skoðað er 10 sinnum á ári 2 daga í senn,tímapantanir eru í síma: 570 9090. Sími


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. maí 2019

Veðrið í Apríl 2019.

Séð niður að Litlu-Ávík 25-04-2019.
Séð niður að Litlu-Ávík 25-04-2019.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu tvo dagana var norðan skot með snjókomu. 3 til 4 voru hægar suðlægar vindáttir. 5 var norðaustan með slyddu. Enn frá 6 til 12 var hægviðri með hita yfir daginn en frosti að næturlagi. Léttskýjað og mjög fallegt veður þessa daga. Frá 13 fór að hlýna en frekar og bæta aðeins í vind og meira skýjað en góðviðrasamt. Þann 21 var breytileg vindátt og farið að kólna í veðri. 22 og 23 var skammvinn norðaustanátt með rigningu eða slyddu, kólnaði í veðri. Þann 24 og 25 voru breytilegar vindáttir og fór að hlýna aftur. Frá 26 og út mánuðinn voru hægar hafáttir.

Mæligögn:


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Skip á Norðurfirði.
  • Úr sal.Gestir.
  • Ægir Thorarensen kemur á Agnesi Guðríði ÍS-800.
  • Þórólfur-Mundi-Úlfar og Pétur.
  • Úlfar og Gulli fara á slöngubátnum út í Agnesi að ná í dráttartóg.
Vefumsjón