Atvinnurekendur á Ströndum og Reykhólum stofna hagsmunasamtök.
Það var fjölmenni sem kom saman þriðjudaginn 19.11. í Hnyðju á Hólmavík til að stofna samtök atvinnurekenda á Ströndum og Reykhólum. Meginmarkmið félagsins er að stuðla að vexti og viðgangi samfélaganna á svæðinu með það fyrir augum að gera byggðirnar enn ákjósanlegri til atvinnurekstrar og búsetu, ekki síst fyrir fjölskyldufólk.
Fundarmenn voru sammála um að það þurfi að verða viðsnúningur í sókn og uppbyggingu á svæðinu og að nýsköpun kæmi þar sterkt inn. Eitt mikilvægt skref í því væri samstaða atvinnurekenda til að stuðla að bættum skilyrðum til atvinnurekstrar á svæðinu.
Kynna þarf svæðið betur
Meira