Veðrið í Júní 2019.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Hafáttir voru ríkjandi fyrstu 11 daga mánaðarins með köldu veðri með snjó eða slydduéljum, heldur fór að hlína þann 6 en þann 10 fór að hlína fyrir alvöru þótt hafáttir væru enn. Þann 12 var vestlæg vindátt með miklum hita, fór í 17,5 stig. Þann 13 og fram til 22,voru norðlægar vindáttir og kólnaði talsvert í veðri þann 14 með þokulofti, síðan kólnaði enn frekar þann 18. Frá 23 og til 28 voru suðvestlægar vindáttir með mjög hlýju veðri, hitinn fór í 18,2 stig þann 27. og var það hæðsti hiti mánaðarins. Síðan voru hafáttir tvo síðustu daga mánaðarins með svölu veðri og súld. Mjög úrkomulítið var í mánuðinum, og jörð mjög þurr. Grasspretta gengur hægt og jafnvel að tún hafi brunnið þar sem þurrast er. Kuldatíð og þurrki um að kenna, mjög kalt var fyrstu ellefu daga mánaðarins, en mjög hlítt 23 til 28 en þá var mjög þurrt. Þannig að það er einungis í sex daga sem hægt er að tala um góðan hita hér á Ströndum.
Mæligögn:
Meira