Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 12. nóvember 2019
Prenta
Það er dýrt að búa út á landi.
Það er dýrt fyrir okkur landsbyggðamenn að panta varahluti þótt sé ekki nema smá hlutur sem kemst í ósköp venjulegt sendibréf. Vefritari þurfti að panta lok á forðabúrið fyrir rúðupissið á bílnum sínum sem er Toyota Hilux og lokið kostaði í umboðinu 730 kr. með VSK. Enn burðargjaldið var 1.451 kr. hjá Póstinum fyrir þetta. Þetta var ekki póstkrafa því borgað var fyrir vöruna í umboðinu með korti (eða fjarkaup.) Þannig að verðið fyrir þetta litla rúðupisslok var að endanum komið til eiganda 2.181 kr.
Já það er dýrt að búa út á landi.