Fjölmiðlanefnd skipuð til næstu fjögurra ára.
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað fjölmiðlanefnd til næstu fjögurra ára.
Fjölmiðlanefnd skipa: Einar Hugi Bjarnason hæstaréttarlögmaður, formaður, skipaður af ráðherra án tilnefningar. María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur, varaformaður, tilnefnd af Hæstarétti. Finnur Beck héraðsdómslögmaður, tilnefndur af Hæstarétti. Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki og sviðsstjóri kennslusviðs Háskóla Íslands, tilnefndur af samstarfsnefnd háskólastigsins.
Varamenn: Hulda Árnadóttir hæstaréttarlögmaður Marteinn Másson hæstaréttarlögmaður Erla Skúladóttir héraðsdómslögmaður Birgir Guðmundsson, dósent í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri
Skipunartímabil nefndarinnar er frá 1. september 2019 til 31. ágúst 2023
Einar Hugi Bjarnason, formaður fjölmiðlanefndar, lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2005, öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður 2006 og réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti Íslands 2012. Einar Hugi er einn af eigendum Lögfræðistofu Reykjavíkur ehf. Einar Hugi hefur setið í stjórnum fjölmargra félaga um lengri og skemmri tíma oftast tengt lögmannsstörfum. Frá árinu 2013 hefur Einar sinnt stundakennslu við lagadeild Háskóla Íslands. Einar hefur einnig setið í ýmsum nefndum á vegum hins opinbera. Einar Hugi kom að gerð frumvarps til laga um styrki til einkarekinna fjölmiðla sem lagt verður fyrir á 150. löggjafarþingi Alþingis 2019-2020.
Í stöðuna skipaði Lilja Alfreðsdóttir.