Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 15. september 2019

Snjóaði í fjöll í gær.

Örkin- Lambatindur og Reyðarfell.
Örkin- Lambatindur og Reyðarfell.

Þá er fyrsti snjórinn í haust komin í fjöll, það hefur snjóað talsvert í gær. Myndin sýnir Örkina sem er 634 m, og Lambatind og Reyðarfell sem er næst Finnbogastaðafjalli. Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fór hitinn niður í 0,0 gráður, en


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 14. september 2019

Réttað í Melarétt.

Féið kemur í rétt.
Féið kemur í rétt.
1 af 4

Í gær föstudaginn 13 var leitað norðan Ófeigsfjarðar, og gekk það ágætlega, féið var haft í girðingu yfir nóttina í Ófeigsfirði. Seinni daginn var leitað frá Ófeigsfirði um Ingólfsfjörð og rekið í Melarétt. Leitarmenn fengu sæmilegt veður fyrri daginn, SV kalda og skúrir. En seinni daginn réttardaginn var NA og síðan N kaldi og upp í allhvassan vind með rigningu. Slagveður var þegar réttað var um hálf þrjú leitið. Síðan fóru leitarmenn í mat að Melum eða heim til sín, enda allir eins og af sundi dregnir.

Ekki er vitað hvernig smalaðist fyrr en búið er að draga.

Hér er ein vísa í restina:


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. september 2019

Rafmagn tekið af á mánudaginn 9 september.

Frá Trékyllisheiði.
Frá Trékyllisheiði.

Tilkynning frá Orkubúi Vestfjarða.

Mánudaginn 9 september kl 13:00 verður rafmagn tekið af Árneshreppi vegna vinnu á Trékyllisheiði í ca 3 tíma. Það þarf að skipta um að minnstakosti þrjá staura. Sennilega hefur komið elding


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. september 2019

Byrjað að smala heimalönd.

Fé kemur niður veg.
Fé kemur niður veg.
1 af 4

Í dag byrjuðu bændur að smala heimalönd sín og á eyðibýlum. Smalað var í dag frá Gjögri, Reykjanesströndin, Reykjaneshyrnan og Hólarnir sem eru norðaustanmegin í Reykjaneshyrnunni. Féið var rekið inn í Litlu-Ávík og lömb vigtuð. Enn öll lömb eru vigtuð til að fá meðalþungan út á fæti.

Hæg norðlæg vindátt


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. september 2019

Fjárleitir 2019.

Frá Kjósarrétt í fyrra.
Frá Kjósarrétt í fyrra.

Fjallskilaseðillinn er komin hér á vefinn er vinstra megin fyrir neðan fréttir hér á vefnum, undir Fjallskil 2019.

Fyrrileitir norðursvæðið er á föstudaginn 13 september og réttað í Melarétt þann laugardaginn 14 september. Seinnileitir eru á laugardaginn 21 september og réttað í Kjósarrétt.

Dagana þar á undan eru óskipulagðar


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. september 2019

Veðrið í Ágúst 2019.

Eiðsrofi (Djúpavíkurfoss) var tignarlegur að morgni 13 ágúst.
Eiðsrofi (Djúpavíkurfoss) var tignarlegur að morgni 13 ágúst.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Hafáttir voru ríkjandi allan mánuðinn, eins og var í júlí síðastliðinn. Svalt var í veðri eins og hefur reindar verið í allt sumar. Algjört haustveður var í ágúst.

Úrkomusamt var í mánuðinum, úrkomulítið var fyrstu ellefu dagana, síðan var mjög úrkomusamt frá tólfta til fimmtánda, síðan dró úr úrkomu til tuttugusta og fimmta, eftir það var úrkomusamt út mánuðinn.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 27. ágúst 2019

Nýr verslunarstjóri.

Thomas nýr verslunarstjóri.
Thomas nýr verslunarstjóri.
1 af 2

Þann 24 ágúst síðastliðin tók Thomas Elguetjabal við af Árnýju Björk Björnsdóttir sem verslunarstjóri við Verslunarfélagi Árneshrepps í Norðurfirði. Árný var í allt sumar og raunverulega sá hún um að starta öllu á stað með vöruúrval í hinni nýju verslun. Hennar verður sárt saknað í versluninni, hún var svo hlýleg og liðleg við viðskiptavininna. Thomas sem nú hefur tekið við verslunarrekstrinum er frá Frakklandi og hefur verið að vinna á


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 21. ágúst 2019

Skipt um perur í ljósastaurum.

Skipt um ljósastæði og peru í Litlu-Ávík.
Skipt um ljósastæði og peru í Litlu-Ávík.

Orkubú Vestjarða á Hólmavík skipti um perur í ljósataurum á bæjum í Árneshreppi í gær.

Einnig var skipt um ljósastæði sumstaðar þar sem þau voru ílla farin.

Ljósastaurar


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. ágúst 2019

Veðrið í í júli 2019.

Mikið var um þoku eða þokumóðu í mánuðinum
Mikið var um þoku eða þokumóðu í mánuðinum
1 af 3

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Hafáttir voru ríkjandi allan mánuðinn með fremur svölu veðri fyrstu fimm dagana og nokkurri úrkomu. Síðan heldur hlýrra fram til þrettánda. Eftir það var nokkuð svalt veður og úrkomusamara út mánuðinn. Mikið var um þoku og þokumóðu og mjög rakt veður. Heyskapur gekk ágætlega fyrri hluta mánaðar,en síðan ekki fyrr en tvo síðustu daga mánaðar.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 25. júlí 2019

Rafmag tekið af í Árneshreppi í kvöld.

Rafmagn verður tekið af í um 3 tíma.
Rafmagn verður tekið af í um 3 tíma.

Tilkynning frá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík.

Þann 25.7.2019 verður rafmagn tekið af í kvöld í sirka 3 tíma frá Árnesi að Norðurfirði vegna


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki er ca 4 km austur af Sæluskeri og annar borgarísjaki ca 5 km austur af honum.19-06-2018.
  • Finnbogastaðir að NA verðu.04-04-2009.
Vefumsjón