Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. september 2019

Rafmagn tekið af á mánudaginn 9 september.

Frá Trékyllisheiði.
Frá Trékyllisheiði.

Tilkynning frá Orkubúi Vestfjarða.

Mánudaginn 9 september kl 13:00 verður rafmagn tekið af Árneshreppi vegna vinnu á Trékyllisheiði í ca 3 tíma. Það þarf að skipta um að minnstakosti þrjá staura. Sennilega hefur komið elding


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. september 2019

Byrjað að smala heimalönd.

Fé kemur niður veg.
Fé kemur niður veg.
1 af 4

Í dag byrjuðu bændur að smala heimalönd sín og á eyðibýlum. Smalað var í dag frá Gjögri, Reykjanesströndin, Reykjaneshyrnan og Hólarnir sem eru norðaustanmegin í Reykjaneshyrnunni. Féið var rekið inn í Litlu-Ávík og lömb vigtuð. Enn öll lömb eru vigtuð til að fá meðalþungan út á fæti.

Hæg norðlæg vindátt


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. september 2019

Fjárleitir 2019.

Frá Kjósarrétt í fyrra.
Frá Kjósarrétt í fyrra.

Fjallskilaseðillinn er komin hér á vefinn er vinstra megin fyrir neðan fréttir hér á vefnum, undir Fjallskil 2019.

Fyrrileitir norðursvæðið er á föstudaginn 13 september og réttað í Melarétt þann laugardaginn 14 september. Seinnileitir eru á laugardaginn 21 september og réttað í Kjósarrétt.

Dagana þar á undan eru óskipulagðar


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. september 2019

Veðrið í Ágúst 2019.

Eiðsrofi (Djúpavíkurfoss) var tignarlegur að morgni 13 ágúst.
Eiðsrofi (Djúpavíkurfoss) var tignarlegur að morgni 13 ágúst.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Hafáttir voru ríkjandi allan mánuðinn, eins og var í júlí síðastliðinn. Svalt var í veðri eins og hefur reindar verið í allt sumar. Algjört haustveður var í ágúst.

Úrkomusamt var í mánuðinum, úrkomulítið var fyrstu ellefu dagana, síðan var mjög úrkomusamt frá tólfta til fimmtánda, síðan dró úr úrkomu til tuttugusta og fimmta, eftir það var úrkomusamt út mánuðinn.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 27. ágúst 2019

Nýr verslunarstjóri.

Thomas nýr verslunarstjóri.
Thomas nýr verslunarstjóri.
1 af 2

Þann 24 ágúst síðastliðin tók Thomas Elguetjabal við af Árnýju Björk Björnsdóttir sem verslunarstjóri við Verslunarfélagi Árneshrepps í Norðurfirði. Árný var í allt sumar og raunverulega sá hún um að starta öllu á stað með vöruúrval í hinni nýju verslun. Hennar verður sárt saknað í versluninni, hún var svo hlýleg og liðleg við viðskiptavininna. Thomas sem nú hefur tekið við verslunarrekstrinum er frá Frakklandi og hefur verið að vinna á


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 21. ágúst 2019

Skipt um perur í ljósastaurum.

Skipt um ljósastæði og peru í Litlu-Ávík.
Skipt um ljósastæði og peru í Litlu-Ávík.

Orkubú Vestjarða á Hólmavík skipti um perur í ljósataurum á bæjum í Árneshreppi í gær.

Einnig var skipt um ljósastæði sumstaðar þar sem þau voru ílla farin.

Ljósastaurar


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. ágúst 2019

Veðrið í í júli 2019.

Mikið var um þoku eða þokumóðu í mánuðinum
Mikið var um þoku eða þokumóðu í mánuðinum
1 af 3

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Hafáttir voru ríkjandi allan mánuðinn með fremur svölu veðri fyrstu fimm dagana og nokkurri úrkomu. Síðan heldur hlýrra fram til þrettánda. Eftir það var nokkuð svalt veður og úrkomusamara út mánuðinn. Mikið var um þoku og þokumóðu og mjög rakt veður. Heyskapur gekk ágætlega fyrri hluta mánaðar,en síðan ekki fyrr en tvo síðustu daga mánaðar.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 25. júlí 2019

Rafmag tekið af í Árneshreppi í kvöld.

Rafmagn verður tekið af í um 3 tíma.
Rafmagn verður tekið af í um 3 tíma.

Tilkynning frá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík.

Þann 25.7.2019 verður rafmagn tekið af í kvöld í sirka 3 tíma frá Árnesi að Norðurfirði vegna


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. júlí 2019

Áfram Árneshreppur! úthlutar styrkjum.

Styrkþegar.
Styrkþegar.

Í fyrradag var úthlutað styrkjum til ellefu verkefna í Árneshreppi. Styrkina veitir Áfram Árneshreppur! sem er heiti sem heimamenn völdu á átakið Brothættar byggðir í sveitarfélaginu. Í viðhengi er stutt lýsing á hverju verkefni.

Heildarupphæð styrkfjár verkefnisins fyrir árið 2019 er 7.000.000 kr. auk 1.000.000 kr. sem eftir voru frá fyrra ári, samtals kr. 8.000.000.
Alls bárust tólf umsóknir og var ákveðið að veita ellefu þeirra styrkvilyrði.

Viðmiðunarþættir:

Að verkefnið falli vel að meginmarkmiðum og starfsmarkmiðum verkefnisins

Útkoma nýtist sem flestum

Að verkefnið trufli ekki samkeppni

Leiði til atvinnusköpunar, helst á heilsársgrundvelli

Sé líklegt til árangurs og þekking og/eða reynsla sé til staðar

Að markaðslegar og/eða rekstrarlegar forsendur séu trúverðugar

Áhrifa gæti fyrst og fremst í Árneshreppi

Hvetji til samstarfs og samstöðu

Að styrkveiting hafi mikil áhrif á framgang verkefnis

Enn fremur er gengið úr skugga um að styrkhæfni verkefna sé í samræmi við reglur Byggðastofnunar um styrki í Brothættum byggðum.

Eftirfarandi verkefni hlutu styrkvilyrði:


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 7. júlí 2019

Bændur byrjaðir að slá í Árneshreppi.

Búið að heyja svolítið á Melum.
Búið að heyja svolítið á Melum.
1 af 4

Loksis rætitst úr grassprettu hér á Ströndum eftir nokkra vætudaga fyrir og eftir mánaðarmótin. Björn bóndi Torfason á Melum sló smávegis í gær heima hjá sér og einnig tjaldstæðið hjá Urðartindi í Norðurfirði, en


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Úr svefnherbergisálmu.05-02-09.
  • Drangajökull séð frá Litlu-Ávík.05-02-2008.
  • Skip á Norðurfirði 19-04-2007.
  • Gamla hreppstjórahúsið á Eyri-24-07-2004.
  • Elín Agla Briem Skólastjóri frá 2007 til 2010.
Vefumsjón