Rafmagn komið á í Árneshreppi.
Nú í morgun um áttaleitið komst rafmagn á að hluta sveitarinnar. Það er að rafmagn komst á í Djúpavík og norður í Bæ, Finnbogastaðaskóla, Finnbogastaði og Ávíkurnar og einnig til Gjögurs. En þegar átti að setja rafmagn á norður í hrepp sló öllu út. Þannig að þar sem rafmagn er ekki í jörð aðeins loftlínur eins og til Krossnes Sundlaugarhús og Fell voru aftengdar og einnig til Munaðarness. Mikil sjávarselta er á línum. Rafmagn komst síðan á Árnes ,Mela, Steinstún og Kaupfélagshúsin og Bergistanga núna 10:50.
Það
Meira