Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 13. nóvember 2019

Heflað í nóvember.

Heflað var í gær í Árneshreppi.
Heflað var í gær í Árneshreppi.

Það hefur aldrei sést fyrr hér í Árneshreppi að sé heflað hér í þessum mánuði auðir vegir, en heflað var í gær. Vaninn er að sé verið að hreinsa snjó á þessum árstíma. Þetta var svona blettaheflun, heflaðir verstu staðirnir hér innanansveitar í Árneshreppi. Myndatökumaður vefsis var á ferð í póstferð og mætti heflinum nokkrum sinnum, en var aðeins með farsímann á sér og tók tvær myndir sem urðu ónýtar. Það á sennilega sama við um hefilstjórann og póstinn að báðir voru mest að hugsa um sína vinnu.

Enn hvað um það, að ekki veitti af að hefla þetta versta nú áður en frís,


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 12. nóvember 2019

Það er dýrt að búa út á landi.

Umrætt lok á forðabúrið fyrir rúðupissið.
Umrætt lok á forðabúrið fyrir rúðupissið.
1 af 2

Það er dýrt fyrir okkur landsbyggðamenn að panta varahluti þótt sé ekki nema smá hlutur sem kemst í ósköp venjulegt sendibréf. Vefritari þurfti að panta lok á forðabúrið fyrir rúðupissið á bílnum sínum sem er Toyota Hilux og lokið kostaði í umboðinu 730 kr. með VSK. Enn burðargjaldið var 1.451 kr. hjá Póstinum fyrir þetta. Þetta var ekki póstkrafa því borgað var fyrir vöruna


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 11. nóvember 2019

Póstur tvisvar í viku.

Pósturinn kemur með flugi 2 í viku.
Pósturinn kemur með flugi 2 í viku.

Nú hefur verið ákveðið að póstur komi tvisvar í viku með Flugfélaginu Ernum á Gjögur. Það er á þriðjudögum og föstudögum. Jafnframt verður póstur sendur suður frá 524 Árneshreppur sömu daga.

Póstur hefur komið einu sinni í viku frá því í júní og til endaðan


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 2. nóvember 2019

Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa.

Frá Gjögri.
Frá Gjögri.

Vefurinn vill minna á aðalfund Félags Árneshreppsbúa á morgun klukkan 14:00.

Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa 2019 verður haldinn kl. 14:00, sunnudaginn 3. nóvember 2019 í Akóges salnum, Lágmúla 4, 108 Reykjavík. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundastörf 2. Önnur mál.


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. nóvember 2019

Veðrið í Október 2019.

Fallegt veður var 26 og 27. Dagana eftir norðan hretið.
Fallegt veður var 26 og 27. Dagana eftir norðan hretið.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Norðaustlægar vindáttir voru fyrstu 3 daga mánaðar, en síðan varð vindur auslægari og suðlægari, úrkomulaust var fyrstu 4 daga mánaðarins. Frá 7 og fram til 18 voru norðaustlægar eða austlægar vindáttir með lítilsáttar úrkomu. Síðan voru suðlægar vindáttir í tvo daga. Þann 21 gekk í ákveðna norðanátt með hvassviðri, fyrst með rigningu og síðan slyddu og éljum, norðanáttin gekk niður þann 25. 26 og 27 var hægviðri með léttskýjuðu eða heiðskíru veðri. 28 til 31 var suðvestanátt, með smá úrkomu þann 29. Og hlýnaði aðeins í veðri. Úrkomulítið var í mánuðinum, enda voru þurrir dagar 15. (sjá mæligögn.)

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. október 2019

Fyrsti snjór í byggð.

Fyrsti snjór á láglendi.
Fyrsti snjór á láglendi.

Þá kom að því að fyrsti snjór féll í byggð seinnipartinn í gær og liðna nótt. Samkvæmt veðurstöðinni í Litlu-Ávík er þetta í fyrsta skipti í haust sem skráður er snjór á lálendi á þessu hausti. Enn í fyrra var jörð talin flekkótt í fjóra daga í október. Samkvæmt veðurstöðinni í Litlu-Ávík er jörð talin flekkótt að miklu leyti. Samkvæmt vef


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 21. október 2019

Fjölmiðlanefnd skipuð til næstu fjögurra ára.

Lilja Alfreðsdóttir skipaði í stöðuna.
Lilja Alfreðsdóttir skipaði í stöðuna.

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað fjölmiðlanefnd til næstu fjögurra ára.

Fjölmiðlanefd skipa: Einar Hugi Bjarnason hæstaréttarlögmaður, formaður, skipaður af ráðherra án tilnefningar. María Beck héraðsdómslögmaður, tilnefndur af Hæstarétti. Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki og sviðsstjóri kennslusviðs Háskóla Íslands, tilnefndur af samstarfsnefnd háskólastigsins.

Varmenn: Hulda Árnadóttir hæstaréttarlögmaður Marteinn Másson hæstaréttarlögmaður Erla Skúladóttir héraðsdómslögmaður Birgir Guðmundsson, dósent í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri

Skipunartímabil nefndarinnar er frá 1. september 2019 til 31. ágúst 2023

Einar Hugi Bjarnason, formaður fjölmiðlanefndar, lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2005, öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður 2006 og réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti Íslands 2012. 


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 19. október 2019

Frá flugslysæfingunni.

Björgunaraðgerðir hefjast.
Björgunaraðgerðir hefjast.
1 af 11

Á fimmtudaginn 17 klukkan 10.00 var boðunarprófun, vegna flugslyss á Gjögurflugvelli. Allir sem eru á boðunarlista vegna flugslyss á Gjögurflugvelli áttu að fá tilkynningu í GSM síma.

Á föstudaginn 18 var uppsetning vettfangs á flugvellinum. Einnig var skyndihjálparfræðsla og notkun hjartastuðtækja, smávegis bóklegt en aðallega verklegt, sem var í félagsheimilinu í Trékyllisvík. Síðan var farið yfir almennt um flugslysaæfinguna.

Á laugardaginn 19 var í félagsheimilinu Eldvarnir og slökkvitækjanotkun fyrir heimili, bæði bókleg og verkleg kennsla. Síðan var förðun


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. október 2019

Flugslysaæfing á Gjögurflugvelli.

Síðast var flugslysaæfing á Gjögurflugvelli í apríl 2015.
Síðast var flugslysaæfing á Gjögurflugvelli í apríl 2015.
1 af 2

Fréttatilkynning frá Isavia.

Flugslysaæfing verður haldin á Flugvellinum á Gjögri þann 19. október næstkomandi. Æfingin er haldin af Isavia, almannavörnum ríkislögreglustjóra og lögreglunni á Vestfjörðum. Dagskráin samanstendur af skyndihjálparkennslu á föstudagseftirmiðdeginum og eldvarnarfræðslu fyrir hádegi á laugardegi í félagsheimilinu. Flugslysaæfingin sjálf er síðan eftir hádegi á flugvallarsvæðinu sjálfu.

Við viljum hvetja alla íbúa á svæðinu og nágrannasvæðum


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 3. október 2019

RÚV á að vera á Auglýsingamarkaði.

RÚV áfram á auglýsingamarkaði.
RÚV áfram á auglýsingamarkaði.

Vefstjóri https://litlihjalli.it.is/ vill að Ríkisútvarpið sé áfram á auglýsingamarkaði eins og verið hefur. Vefstjóri getur ekki séð neitt sem mælir á móti því að svo verði áfram. Þótt litlihjalli sé lítill einkarekin sveitavefur sér vefstjóri ekkert sem mundi minnka auglýsingar á vefnum þótt RÚV sé áfram á auglýsingamarkaði. Þótt séu ekki margar auglýsingar á vefnum, þá eru það oft á tíðum auglýsingar sem tengjast byggðarlaginu og nærliggjandi byggðarlögum. Á Þessum vef allt tildæmis frá Vestfjörðum suður um Strandir og syðst í Dalasýslu. Og þessir auglýsendur skaffa oft


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason.
  • Stóra-Ávík-23-07-2008.
  • Gunnarshús á Eyri-24-07-2004.
  • Afmælisbarnið síunga ásamt gestum.
  • Snjómokstur á Gjögurflugvelli 10-03-2008.
Vefumsjón