Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. desember 2019
Prenta
Stórgallað gler í Finnbogastaðaskóla.
Það var talið að rúður hafi brotnað í Finnbogastaðaskóla í óveðrinu nú í gær, en hið rétta er að glerið var farið að brotna miklu fyrr en þetta óveður skall á, en það brotnaði bara en meir nú í þessu veðri.
Húsasmíðameistarinn sem vann við að skipta um glugga í skólanum í sumar og fékk gluggana tilbúna með glerinu í frá Danmörku segir allt glerið stórgallað og er hann búin að hafa samband við umboðsaðila og er verið að vinna í málinu strax seinnipartinn í sumar.
Eins kom sú saga upp hér í sveit að einhverjir ó prúttnir aðilar hefðu hent grjóti í gluggana um verslunarmannahelgina. En það reyndist ekki rétt því menn vissu þá ekki um gallann á glerinu.