Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 11. desember 2019
Prenta
Staðan á Vestfjörðum kl. 22:30.
Tilkynning frá Orkubúi Vestfjarða:
Ekki fæst enn rafmagn frá byggðalínunni og er ekki vitað hvenær hún kemst aftur í rekstur. Reynt verður að koma rafmagni á Króksfjarðarnes, Gilsfjörð, Gufudalssveit og nágrenni þegar rafmagnið kemur frá byggðalínunni. Sama gildir um Árneshrepp og syðri hluta Hrútafjarðar. Búið er að gera við Drangsneslínu og hefur vélakeyrslu á Drangsnesi verið hætt. Einnig er búið að gera við varaaflsvélina á Reykhólum og er rafmagn á bænum. Bilun er enn á álmu úr Rauðasandslínu að Kollsvík. Gert er ráð fyrir að álman verði komin í lag upp úr hádegi á morgun. Varaflsvélar eru einnig keyrðar í Ísafjarðardjúpi, Bolungarvík og Hólmavík ásamt vatnsaflsvirkjunum. Mjólkárvirkjun sér sunnanverðum Vestfjörðum fyrir rafmagni.