Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 17. desember 2019

Strandavegur (643) um Veiðileysuháls Kráka - Kjósará í Árneshreppi - Drög að tillögu að matsáætlun.

Strandavegur.
Strandavegur.

Vegagerðin auglýsir hér drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Strandavegi (643) um Veiðileysuháls á kafla sem nær frá Kráku í Veiðileysufirði að Kjósará í Kjósarvík. Framkvæmdin er í sveitarfélaginu Árneshreppi.

Núverandi Strandavegur er 11,6 km langur en gert er ráð fyrir að nýr vegur verði 11,8 km langur. Áætlanir eru um að meta umhverfisáhrif einnar veglínu, þ.e.a.s.veglínu 708. 

 

Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur á Vestfjörðum og hafa þar með jákvæð áhrif á samfélagið. Með nýjum vegi um Veiðileysuháls verða samgöngur í Strandasýslu áreiðanlegri og öruggari. Að loknum framkvæmdum verður mögulegt að halda veginum á milli Bjarnarfjarðar og Djúpuvíkur opnum allan ársins hring sé á annað borð ferðaveður.

Drög


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 17. desember 2019

Flotbryggja sleit sig upp.

Flotbryggjan.
Flotbryggjan.

Í óveðrinu 10 eða 11 desember losnaði flotbryggja í smábátahöfninni í Norðurfirði. Hún hefur slitið festingar sem eru í keðjum sem halda henni, keðjurnar eru fastar í sjávarbotninum. Talsverður órói var í höfninni í óveðrinu. Þetta var nýrri flotbryggjan, en flotbryggjurnar eru


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 16. desember 2019

Gámur fauk.

Gámurinn á hliðinni.
Gámurinn á hliðinni.

Nú í óveðrinu í síðustu viku fauk salernisgámur á tjaldstæðinu við Finnbogastaðaskóla, á hliðina. Ekki er vitað um ástand salernanna í gámnum. Lán var að hann fauk ekki lengra þá hefði hann getað lent á húsi Björgunarsveitarinnar Strandasólar.

Salernisaðstaða er í þessum


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 15. desember 2019

Rafmagnstruflanir í morgun.

Tengivirkið í Glerárskógum.
Tengivirkið í Glerárskógum.

Samkvæmt tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða varð rafmagnslaust víða á Vestfjörðum kl. 07:45 þegar útleysing varð í flutningskerfi Landsnets. Allir notendur eiga að vera komnir með rafmagn á ný. Talið er að selta í tengivirki Landsnets í Hrútatungu hafi orsakað rafmagnsleysið sem varð kl. 07:45 í morgun.

PS: Frá ritstjóra.

Einkennilegt með Landsnet að geta ekki haft spennivirkin sín í lagi. Oftast koma tilkinngar um að slegið hafi út hjá Landsneti vegna Hrútatungu og eða Glerárskógum og Geiradal.

 

 


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. desember 2019

Þak af húsi Ferðafélagsins fauk.

Séð vestan megin frá
Séð vestan megin frá
1 af 3

Það varð mikið tjón í óveðrinu 10 og 11 desember þegar þak fauk af viðbyggingu á húsi Ferðafélagsins Valgeirsstöðum í Norðurfirði. Þakið fór af í heilu lagi en síðan splundraðist það og brakið liggur um allt þarna í botni Norðurfjarðar. Þakið hefur sennilega fokið af um kvöldið þann 10 eða aðfaranótt þann 11., Bóndinn á Steinstúni sá þetta þegar hann fór í fjárhúsin til gegninga um morguninn þann 11. Húsið var byggt


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. desember 2019

Rafmagn komið á eyðibýlin.

Séð til Krossnes frá Urðunum í dag.
Séð til Krossnes frá Urðunum í dag.

Í dag komu starfsmenn frá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík tengdu Krossneslínu inn, þá er komið rafmagn á Krossnesi, sundlaugarhús og Fell. Einnig tókst þeim að setja Munaðarnes inn nú um nónleytið. Þessar línur voru teknar úr sambandi í gær svo hægt væri að koma Norðurfirði inn. Þá


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. desember 2019

Stórgallað gler í Finnbogastaðaskóla.

Glerið kom gallað frá Danmörku.
Glerið kom gallað frá Danmörku.
1 af 2

Það var talið að rúður hafi brotnað í Finnbogastaðaskóla í óveðrinu nú í gær, en hið rétta er að glerið var farið að brotna miklu fyrr en þetta óveður skall á, en það brotnaði bara en meir nú í þessu veðri.

Húsasmíðameistarinn sem vann við að skipta um glugga í skólanum í sumar og fékk gluggana tilbúna með glerinu í frá Danmörku segir allt glerið stórgallað og er hann búin að hafa samband við umboðsaðila og er verið að vinna í málinu strax seinnipartinn í sumar.

Eins


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. desember 2019

Staðan á Vestfjörðum kl 14:00 12.12.2019.

Frá Norðurfirði í dag.
Frá Norðurfirði í dag.

Tilkynning frá Orkubúi Vestfjarða.

Rafmagn er komið frá byggðalínunni og er Vesturlína komin í rekstur. Breiðadalslína 1 er enn biluð og er varaflsstöðin í Bolungarvík því keyrð áfram. Viðgerðarflokkur er lagður af stað í línuskoðun. Varaaflskeyrslu hefur verið hætt á Hólmavík og á Reykhólum. Hólmavíkurlína hefur leyst út tvisvar í dag en hún hefur verið sett inn jafnharðan. Rafmagn er komið á Króksfjarðarnes og Gilsfjörð og á allt norðan Þorskafjarðar eftir því sem best er vitað. Rafmagn er komið á frá Hrútatungu og að Broddanesi eftir að gert var við Borðeyralínu. Rafmagn er komið á Árneshrepp að Trékyllisvík en enn er verið að reyna að koma rafmagni á Norðurfjörð.


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. desember 2019

Rafmagn komið á í Árneshreppi.

Trékyllisheiði. Myndasafn.
Trékyllisheiði. Myndasafn.

Nú í morgun um áttaleitið komst rafmagn á að hluta sveitarinnar. Það er að rafmagn komst á í Djúpavík og norður í Bæ, Finnbogastaðaskóla, Finnbogastaði og Ávíkurnar og einnig til Gjögurs. En þegar átti að setja rafmagn á norður í hrepp sló öllu út. Þannig að þar sem rafmagn er ekki í jörð aðeins loftlínur eins og til Krossnes Sundlaugarhús og Fell voru aftengdar og einnig til Munaðarness. Mikil sjávarselta er á línum. Rafmagn komst síðan á Árnes ,Mela, Steinstún og Kaupfélagshúsin og Bergistanga núna 10:50.

Það


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. desember 2019

Staðan á Vestfjörðum kl. 07:00

Orkubú Vestfjarða.
Orkubú Vestfjarða.

Tilkynning frá Orkubúi Vestfjarða.

Rafmagn er komið frá byggðalínunni og er Vesturlína komin í rekstur. Breiðadalslína 1 er enn biluð og er varaflsstöðin í Bolungarvík því keyrð áfram. Varaaflskeyrslu hefur verið hætt á Hólmavík og á Reykhólum. Rafmagn er komið á Króksfjarðarnes og Gilsfjörð og á allt norðan Þorskafjarðar eftir því sem best er vitað. Viðgerð stendur


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Bergistangi við Norðurfjörð-18-08-2004.
  • Borgarísjakinn útaf Lambanesi 30-09-2017.
  • Flotbryggjan í smábatahöfninni á Norðurfirði-18-08-2004.
  • Borgarísjaki Vestur af Sæluskeri. 27-08-2018.
Vefumsjón