Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. janúar 2020

Pósturinn dregur úr dreifingu fjölpósts og leggur niður á fjórða tug starfa.

Póstkassi.
Póstkassi.

Frá og með 1. maí næstkomandi mun Pósturinn hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi. Pósturinn mun halda áfram bjóða upp á dreifingu á fjölpósti á öðrum svæðum og í dreifbýli. Þessi breyting leiðir til um 200 m. kr. lækkunar kostnaðar á ársgrundvelli hjá fyrirtækinu.

Magn fjölpósts hefur dregist mikið saman á undanförnum árum og mikil fækkun almennra bréfa hefur haft það í för með sér að minni samlegðaráhrif eru á dreifingu bréfapósts og fjölpósts. Áður fóru bréfberar í nær öll hús með bréf og því féll það vel að starfseminni að dreifa fjölpósti á sama tíma en nú hefur bréfum fækkað svo mikið að oft fara bréfberar eingöngu með fjölpóst en engin bréf og því er lítill rekstrargrundvöllur fyrir þessari þjónustu.

Einnig ber að horfa til þess að sífellt stærri hópur almennings vill ekki fá fjölpóst, m.a. vegna umhverfissjónarmiða, og hefur sá hópur stækkað mikið á síðustu misserum. Sú þróun mun halda áfram með aukinni umhverfisvitund almennings og þróun á stafrænum lausnum. Þetta leiðir til þess að mikið magn pappírs sem sent er í dreifingu verður eftir í kerfi Póstsins sem flækir starfsemina og skapar kostnað og óhagræði.

Breytingin hefur áhrif á um 40 starfsmenn en mögulegt er að færa um 10 starfsmenn til í starfi innan fyrirtækisins. Rúmlega 30 starfsmönnum verður því sagt upp störfum frá og með deginum í dag 29-01.


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 28. janúar 2020

Engin læti í kortunum.

Úrkomukort á hádegi á miðvikudag 29. Kort Veðurstofan.
Úrkomukort á hádegi á miðvikudag 29. Kort Veðurstofan.

Það virðist engin læti í kortunum það sem eftir lifir mánaðar, vindur svona stinningsgola og upp í allhvassan vind á stöku stað, og smá él eða lítilsáttar snjókoma á stöku stað, samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands.:

Strandir og Norðurland vestra.

Sunnan gola og léttir til, en norðaustan 8-13 og dálítil él á annesjum í kvöld. Frost 2 til 10 stig. Norðaustan 8-13 og snjókoma með köflum á morgun, en hægari í innsveitum. Frost yfirleitt 0 til 5 stig. Veðurhorfur á landinu næstu dag:

Á fimmtudag:


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 27. janúar 2020

Veðurfræðingum á vakt fjölgað úr tveimur í þrjá.

Þrír veðurfræðinga eru nú á vakt á morgnana í spásal Veðurstofunnar. Ljósmynd Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur.
Þrír veðurfræðinga eru nú á vakt á morgnana í spásal Veðurstofunnar. Ljósmynd Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur.

Þann 22 janúar tók Veðurstofa Íslands við flugveðurþjónustu á flugvellinum í Vogum í Færeyjum. Fram að þessu hefur Veðurstofan séð um að vara við ókyrrð og ísingu yfir Færeyjum, en danska veðurstofan, DMI, séð um spár fyrir flugvöllinn sjálfan. Veðurþjónustan fyrir flugvöllin í Vogum er því komin á eina  hendi, en það er danska veðurstofan  sem greiðir fyrir þessa þjónustu sem Veðurstofa Íslands mun veita.

Á sama tíma hefur veðurfræðingum á vakt á morgnanna verið fjölgað úr tveimur í þrjá, sem er  mikill áfangi fyrir Veðurstofuna, en aldrei áður hafa verið þrír veðurfræðingar á vakt ef frá eru talin eldgos síðustu ára. 


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 25. janúar 2020

Enn og aftur rafmagntruflanir.

Það þarf að hreinsa spennustöðina í Geiradal.
Það þarf að hreinsa spennustöðina í Geiradal.

Það voru rafmagnstruflanir í Árneshreppi rétt fyrir tólf á hádegi í dag rafmagn fór af í um 4 mínútur. Og svo aftur tvívegis eftir hádegið. Þá fór rafmagn af í um hálf tíma um 18:28og til 19:00.

Það hefur verið og er ísingar og sjávarseltuveður á rafmagnslínur í dag, hiti um 0 stigin eða +1 til -1 stig. Vindur hefur verið í dag á Vestjörðum og Ströndum NA eða A 15 til 32 m/s og talsverð snjókoma seinnipartinn.

 

Búið er að staðfesta að ráðast þarf í hreinsun á tengivirki Landsnets í Geiradal. Undirbúningur er þegar hafinn. 

Rétt áður en hreinsun hefst þarf að gera allt tengivirkið spennulaust og vegna þess verður rafmagnslaust hjá notendum á Króksfjarðarnesi, Gilsfirði, Gufudalssveit og Reykhólasveit á meðan hreinsun stendur yfir. Ekki er hægt að segja á þessari stundu


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. janúar 2020

Rafmagn fór af.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.

Rafmagn fór af Árneshreppi á sjötta tímanum. Rofi sló út við Selá í Steingrímsfirði og tók tíma að keyra þangað frá Hólmavík og slá honum inn, og þá var allt í lagi og rafmagn kom á aftur klukkan hálf sjö. Rafmagnslaust var


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. janúar 2020

Hvassviðri- Stormur.

Mjög dimm él eru.
Mjög dimm él eru.

Það hefur verið suðvestan hvassviðri og eða stormur í dag eins og svo oft nú undanfarið í þessum janúarmánuði. Mjög dimm él hafa verið og eru og nú sérstaklega seinnipartinn í dag. Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík er vindur oftast yfir 20 m/s en í kviðum hefur vindur farið í 34 m/s sem er yfir 12 vindstigum gömlum, og hefur það oft skeð í þessum suðvestan veðrum undanfarið. Frostið


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. janúar 2020

Rafmagnslaust víða á Vestfjörðum.

Tengivirkið í Geiradal.
Tengivirkið í Geiradal.

Samkvæmt tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða er

bilun í flutningskerfi Landsnets og er rafmagnslaust víða á Vestfjörðum. Rafmagn fór af hér í Árneshreppi í um fimm


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 20. janúar 2020

Úrkoma árið 2019 í Litlu-Ávík.

Úrkomumælir í Litlu-Ávík.
Úrkomumælir í Litlu-Ávík.

Heildar úrkoma fyrir veðurstöðina í Litlu-Ávík á Ströndum fyrir árið 2019, tekin saman af Veðurstofu Íslands og tekin hér úr Gagnabrunni Veðurstofunnar. En úrkoman er þessi eftir mánuðum og innan sviga er úrkoman frá árinu 2018.:

Janúar: 46,0 mm. (71,3 mm.)

Febrúar: 59,2 mm. (99,8 mm.)

Mars: 52,7 mm. (40,3 mm.)

Apríl: 32,7 mm. (57,1 mm.)

Maí: 11,9 mm. (62,9 mm.)

Júní: 13,5 mm. (75,9 mm.)

Júlí: 80,7 mm. (159,2 mm.)

Ágúst: 101,8 mm. (33,9 mm.)

September: 148,6 mm. (57,9 mm.)

Október: 45,4 mm. (87,3 mm.)

Nóvember: 24,3 mm. (94,6 mm.)

Desember: 106,9 mm. (57,1 mm.)


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 17. janúar 2020

Flogið í dag á Gjögur.

Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli og búið að losa vörur.
Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli og búið að losa vörur.
1 af 2

Flugfélagið Ernir flugu á Gjögur í dag, í ágætisveðri. Vöru- Póst og farþegaflug. Vörur komu í verslunina og viku póstur. Ekki var hægt að fljúga á Gjögur vegna óveðurs þann 14. Síðast var flogið á


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 16. janúar 2020

Rafmagn komið á í Árneshreppi.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.

Starfsmenn frá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík fóru með birtingu í morgun á snjósleðum til að athuga með línuna norður í Árneshrepp. Þeir fundu þrjá staura brotna við Djúpavík og einnig var ísing á línunni í Naustvíkurskörðum, einnig fannst slit í Krossneslínunni.

Einnig fóru aðrir starfsmenn frá Orkubúinu á bílum norður og Vegagerðin mokaði til að Orkubúið kæmu gröfu norður til að grafa og skipta um þessa þrjá staura við


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Desember »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Gunnsteinn Gíslason.
  • Gamla vindmyllan við Karlshús á Gjögri bognaði svona í SV ofsaveðri 14-03-2011.
  • Norðvesturhlið komin.28-10-08.
  • þá er Hrafn búin að taka fystu skóflustúnguna.Guðmundur og Guðbjörg fylgjast með.22-08-08.
Vefumsjón