Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 16. desember 2019

Gámur fauk.

Gámurinn á hliðinni.
Gámurinn á hliðinni.

Nú í óveðrinu í síðustu viku fauk salernisgámur á tjaldstæðinu við Finnbogastaðaskóla, á hliðina. Ekki er vitað um ástand salernanna í gámnum. Lán var að hann fauk ekki lengra þá hefði hann getað lent á húsi Björgunarsveitarinnar Strandasólar.

Salernisaðstaða er í þessum


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 15. desember 2019

Rafmagnstruflanir í morgun.

Tengivirkið í Glerárskógum.
Tengivirkið í Glerárskógum.

Samkvæmt tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða varð rafmagnslaust víða á Vestfjörðum kl. 07:45 þegar útleysing varð í flutningskerfi Landsnets. Allir notendur eiga að vera komnir með rafmagn á ný. Talið er að selta í tengivirki Landsnets í Hrútatungu hafi orsakað rafmagnsleysið sem varð kl. 07:45 í morgun.

PS: Frá ritstjóra.

Einkennilegt með Landsnet að geta ekki haft spennivirkin sín í lagi. Oftast koma tilkinngar um að slegið hafi út hjá Landsneti vegna Hrútatungu og eða Glerárskógum og Geiradal.

 

 


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. desember 2019

Þak af húsi Ferðafélagsins fauk.

Séð vestan megin frá
Séð vestan megin frá
1 af 3

Það varð mikið tjón í óveðrinu 10 og 11 desember þegar þak fauk af viðbyggingu á húsi Ferðafélagsins Valgeirsstöðum í Norðurfirði. Þakið fór af í heilu lagi en síðan splundraðist það og brakið liggur um allt þarna í botni Norðurfjarðar. Þakið hefur sennilega fokið af um kvöldið þann 10 eða aðfaranótt þann 11., Bóndinn á Steinstúni sá þetta þegar hann fór í fjárhúsin til gegninga um morguninn þann 11. Húsið var byggt


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. desember 2019

Rafmagn komið á eyðibýlin.

Séð til Krossnes frá Urðunum í dag.
Séð til Krossnes frá Urðunum í dag.

Í dag komu starfsmenn frá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík tengdu Krossneslínu inn, þá er komið rafmagn á Krossnesi, sundlaugarhús og Fell. Einnig tókst þeim að setja Munaðarnes inn nú um nónleytið. Þessar línur voru teknar úr sambandi í gær svo hægt væri að koma Norðurfirði inn. Þá


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. desember 2019

Stórgallað gler í Finnbogastaðaskóla.

Glerið kom gallað frá Danmörku.
Glerið kom gallað frá Danmörku.
1 af 2

Það var talið að rúður hafi brotnað í Finnbogastaðaskóla í óveðrinu nú í gær, en hið rétta er að glerið var farið að brotna miklu fyrr en þetta óveður skall á, en það brotnaði bara en meir nú í þessu veðri.

Húsasmíðameistarinn sem vann við að skipta um glugga í skólanum í sumar og fékk gluggana tilbúna með glerinu í frá Danmörku segir allt glerið stórgallað og er hann búin að hafa samband við umboðsaðila og er verið að vinna í málinu strax seinnipartinn í sumar.

Eins


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. desember 2019

Staðan á Vestfjörðum kl 14:00 12.12.2019.

Frá Norðurfirði í dag.
Frá Norðurfirði í dag.

Tilkynning frá Orkubúi Vestfjarða.

Rafmagn er komið frá byggðalínunni og er Vesturlína komin í rekstur. Breiðadalslína 1 er enn biluð og er varaflsstöðin í Bolungarvík því keyrð áfram. Viðgerðarflokkur er lagður af stað í línuskoðun. Varaaflskeyrslu hefur verið hætt á Hólmavík og á Reykhólum. Hólmavíkurlína hefur leyst út tvisvar í dag en hún hefur verið sett inn jafnharðan. Rafmagn er komið á Króksfjarðarnes og Gilsfjörð og á allt norðan Þorskafjarðar eftir því sem best er vitað. Rafmagn er komið á frá Hrútatungu og að Broddanesi eftir að gert var við Borðeyralínu. Rafmagn er komið á Árneshrepp að Trékyllisvík en enn er verið að reyna að koma rafmagni á Norðurfjörð.


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. desember 2019

Rafmagn komið á í Árneshreppi.

Trékyllisheiði. Myndasafn.
Trékyllisheiði. Myndasafn.

Nú í morgun um áttaleitið komst rafmagn á að hluta sveitarinnar. Það er að rafmagn komst á í Djúpavík og norður í Bæ, Finnbogastaðaskóla, Finnbogastaði og Ávíkurnar og einnig til Gjögurs. En þegar átti að setja rafmagn á norður í hrepp sló öllu út. Þannig að þar sem rafmagn er ekki í jörð aðeins loftlínur eins og til Krossnes Sundlaugarhús og Fell voru aftengdar og einnig til Munaðarness. Mikil sjávarselta er á línum. Rafmagn komst síðan á Árnes ,Mela, Steinstún og Kaupfélagshúsin og Bergistanga núna 10:50.

Það


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. desember 2019

Staðan á Vestfjörðum kl. 07:00

Orkubú Vestfjarða.
Orkubú Vestfjarða.

Tilkynning frá Orkubúi Vestfjarða.

Rafmagn er komið frá byggðalínunni og er Vesturlína komin í rekstur. Breiðadalslína 1 er enn biluð og er varaflsstöðin í Bolungarvík því keyrð áfram. Varaaflskeyrslu hefur verið hætt á Hólmavík og á Reykhólum. Rafmagn er komið á Króksfjarðarnes og Gilsfjörð og á allt norðan Þorskafjarðar eftir því sem best er vitað. Viðgerð stendur


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 11. desember 2019

Staðan á Vestfjörðum kl. 22:30.

Frá Trékyllisheiði. Mynd Eysteinn.
Frá Trékyllisheiði. Mynd Eysteinn.

Tilkynning frá Orkubúi Vestfjarða:

Ekki fæst enn rafmagn frá byggðalínunni og er ekki vitað hvenær hún kemst aftur í rekstur. Reynt verður að koma rafmagni á Króksfjarðarnes, Gilsfjörð, Gufudalssveit og nágrenni þegar rafmagnið kemur frá byggðalínunni. Sama gildir um Árneshrepp og syðri hluta Hrútafjarðar. Búið er að gera við Drangsneslínu og hefur vélakeyrslu á Drangsnesi verið hætt.


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 11. desember 2019

Rafmagnslaust en í Árneshreppi.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.

Ekki tókst að koma rafmagni á í gærkvöld í Árneshrepp, síðast var reynt liðlega hálf tvö í nótt Athugað verður síðar er veðrinu fer að slota.

Farið er að draga úr mestu veðurhæðinni frá því í gærkvöld og í nótt. Vindur er komin niður fyrir 30


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Hafís í Trékyllisvík og séð til Norðurfjarðar.
  • Gunnsteinn Gíslason.
  • Nýr ljósastaur komin upp,13-11-08.
Vefumsjón