Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. janúar 2020
Prenta
Hvassviðri- Stormur.
Það hefur verið suðvestan hvassviðri og eða stormur í dag eins og svo oft nú undanfarið í þessum janúarmánuði. Mjög dimm él hafa verið og eru og nú sérstaklega seinnipartinn í dag. Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík er vindur oftast yfir 20 m/s en í kviðum hefur vindur farið í 34 m/s sem er yfir 12 vindstigum gömlum, og hefur það oft skeð í þessum suðvestan veðrum undanfarið. Frostið er nú um tvö stig.