Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 16. janúar 2020 Prenta

Rafmagn komið á í Árneshreppi.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.

Starfsmenn frá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík fóru með birtingu í morgun á snjósleðum til að athuga með línuna norður í Árneshrepp. Þeir fundu þrjá staura brotna við Djúpavík og einnig var ísing á línunni í Naustvíkurskörðum, einnig fannst slit í Krossneslínunni.

Einnig fóru aðrir starfsmenn frá Orkubúinu á bílum norður og Vegagerðin mokaði til að Orkubúið kæmu gröfu norður til að grafa og skipta um þessa þrjá staura við Djúpavík.

Rafmagn komst síðan á um klukkan 22:50. En rafmagnslaust er búið að vera síðan um eitt leitið í gærdag, en rafmagnstruflanir þar áður.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Storð í Trékyllisvík-06-07-2004.
  • Borgarísjaki er ca 4 km austur af Sæluskeri og annar borgarísjaki ca 5 km austur af honum.19-06-2018.
  • Sælusker(Selsker)-06-07-2004.
  • Björn-Kristján-Guðmundur og Ágúst.
Vefumsjón