Veðurfræðingum á vakt fjölgað úr tveimur í þrjá.
Þann 22 janúar tók Veðurstofa Íslands við flugveðurþjónustu á flugvellinum í Vogum í Færeyjum. Fram að þessu hefur Veðurstofan séð um að vara við ókyrrð og ísingu yfir Færeyjum, en danska veðurstofan, DMI, séð um spár fyrir flugvöllinn sjálfan. Veðurþjónustan fyrir flugvöllin í Vogum er því komin á eina hendi, en það er danska veðurstofan sem greiðir fyrir þessa þjónustu sem Veðurstofa Íslands mun veita.
Á sama tíma hefur veðurfræðingum á vakt á morgnanna verið fjölgað úr tveimur í þrjá, sem er mikill áfangi fyrir Veðurstofuna, en aldrei áður hafa verið þrír veðurfræðingar á vakt ef frá eru talin eldgos síðustu ára. Með því að taka við flugveðurþjónustu á flugvellinum á Vogum fær Veðurstofan aðgang að háupplausnalíkönum af Færeyjum og hafinu þar í kring. Það mun gera Veðurstofunni kleift að bæta sjóveðurspár á því spásvæði þegar fram í sækir.
Sjá nánar hér á vef Veðurstofu Íslands.