Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 27. janúar 2020 Prenta

Veðurfræðingum á vakt fjölgað úr tveimur í þrjá.

Þrír veðurfræðinga eru nú á vakt á morgnana í spásal Veðurstofunnar. Ljósmynd Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur.
Þrír veðurfræðinga eru nú á vakt á morgnana í spásal Veðurstofunnar. Ljósmynd Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur.

Þann 22 janúar tók Veðurstofa Íslands við flugveðurþjónustu á flugvellinum í Vogum í Færeyjum. Fram að þessu hefur Veðurstofan séð um að vara við ókyrrð og ísingu yfir Færeyjum, en danska veðurstofan, DMI, séð um spár fyrir flugvöllinn sjálfan. Veðurþjónustan fyrir flugvöllin í Vogum er því komin á eina  hendi, en það er danska veðurstofan  sem greiðir fyrir þessa þjónustu sem Veðurstofa Íslands mun veita.

Á sama tíma hefur veðurfræðingum á vakt á morgnanna verið fjölgað úr tveimur í þrjá, sem er  mikill áfangi fyrir Veðurstofuna, en aldrei áður hafa verið þrír veðurfræðingar á vakt ef frá eru talin eldgos síðustu ára. Með því að taka við flugveðurþjónustu á flugvellinum á Vogum fær Veðurstofan aðgang að háupplausnalíkönum af Færeyjum og hafinu þar í kring. Það mun gera Veðurstofunni kleift að bæta sjóveðurspár á því spásvæði þegar fram í sækir.

Sjá nánar hér á vef Veðurstofu Íslands.

Athugasemdir

Atburðir

« 2026 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Suðri í miklum ís á austurleið.
  • Samúel I Þórisson tengdasonur Maddýar heldur ræðu.
  • Mikið dregið í einu,þarf að skipta þessu í þrjár ferðir.
  • Frændurnir Gunnar Njálsson og Valgeir Eyjólfsson.
  • Unnið í þaki 24-11-08.
Vefumsjón