Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 28. nóvember 2019
Prenta
Blær ST -16 hífður upp.
Undanfarið hafa bátar verið að fara úr höfninni á Norðurfirði, eftir Strandveiðar eða annað fiskirí,siglt í burtu til sinna heimahafna, og eða teknir á land á Norðurfirði og geymdir þar yfir veturinn þar til næsta vors.
Nú í dag var heimabáturinn Blær ST- 16 bátur Úlfars Eyjólfssonar á Krossnesi hífður upp á vagn, og Úlfar fer með hann heim á Krossnes þar sem hann er geymdur yfir veturinn.
Einn bátur er þá ennþá á floti í smábátahöfninni.