Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 15. september 2019
Prenta
Snjóaði í fjöll í gær.
Þá er fyrsti snjórinn í haust komin í fjöll, það hefur snjóað talsvert í gær. Myndin sýnir Örkina sem er 634 m, og Lambatind og Reyðarfell sem er næst Finnbogastaðafjalli. Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fór hitinn niður í 0,0 gráður, en við jörð niður í -3,0 gráður í nótt.