Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. september 2019
Prenta
Byrjað að smala heimalönd.
Í dag byrjuðu bændur að smala heimalönd sín og á eyðibýlum. Smalað var í dag frá Gjögri, Reykjanesströndin, Reykjaneshyrnan og Hólarnir sem eru norðaustanmegin í Reykjaneshyrnunni. Féið var rekið inn í Litlu-Ávík og lömb vigtuð. Enn öll lömb eru vigtuð til að fá meðalþungan út á fæti.
Hæg norðlæg vindátt var og smávegis súld og þokuský niður fyrir miðjar hlíðar. Næstu daga verður haldið áfram að smala heimalönd og eiðbýli norðurávið.