Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. september 2019 Prenta

Veðrið í Ágúst 2019.

Eiðsrofi (Djúpavíkurfoss) var tignarlegur að morgni 13 ágúst.
Eiðsrofi (Djúpavíkurfoss) var tignarlegur að morgni 13 ágúst.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Hafáttir voru ríkjandi allan mánuðinn, eins og var í júlí síðastliðinn. Svalt var í veðri eins og hefur reindar verið í allt sumar. Algjört haustveður var í ágúst.

Úrkomusamt var í mánuðinum, úrkomulítið var fyrstu ellefu dagana, síðan var mjög úrkomusamt frá tólfta til fimmtánda, síðan dró úr úrkomu til tuttugusta og fimmta, eftir það var úrkomusamt út mánuðinn.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 101,8 mm. (í ágúst 2018: 37,3 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti mældist þann 1 og 23 = +11,0 stig.

Minnstur hiti mældist þann 20 = +4,0 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +7,0 stig.(í ágúst 2018: +7,7 stig.)

Meðalhiti við jörð var +5,94 stig. (í ágúst 2018 +5,58 stig.)

Sjóveður. Sjóveður var gott eða sæmilegt fyrstu níu daga mánaðarins, það er sjólítið eða dálítill sjór. Eftir það fór sjóveður að verða nokkuð rysjótt. Talsverður eða allmikill sjór var 10, 11, 12, 13, 14, 16, 17, 18, 27, 28, 29, 30, 31. Þá slæmt fyrir handfærabáta.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-31:Norðan NNA, NNV, NV, en mest hánorðan, andvari, kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, en allhvasst 12 og 13. Rigning eða súld, hiti +4 til +11 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Karlar í saumaklúbb á Bergistanga 16-01-2010.
  • Mundi fygist með yfir smiðnum hækjulausum upp á þaki 11-11-08.
  • Langt komið að steypa plötu.01-10-08.
Vefumsjón