Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. desember 2019
Prenta
Þak af húsi Ferðafélagsins fauk.
Það varð mikið tjón í óveðrinu 10 og 11 desember þegar þak fauk af viðbyggingu á húsi Ferðafélagsins Valgeirsstöðum í Norðurfirði. Þakið fór af í heilu lagi en síðan splundraðist það og brakið liggur um allt þarna í botni Norðurfjarðar. Þakið hefur sennilega fokið af um kvöldið þann 10 eða aðfaranótt þann 11., Bóndinn á Steinstúni sá þetta þegar hann fór í fjárhúsin til gegninga um morguninn þann 11. Húsið var byggt árið 1944 en viðbyggingin sem þakið fauk af árið 1977. Þetta er mesta tjónið sem varð í Árneshreppi í þessu óveðri svo vitað sé.