Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 11. janúar 2020
Prenta
Sérstakt sjóveður.
Nú er rok á Vestfjarðamiðum og sjógangur hefur aukist mikið við ströndina með morgninum. Suðsuðvestan allhvass er hér á veðurstöðinni í Litlu-Ávík og kviður upp í hvassviðri. Það er ekki oft sem sést svona mikill sjógangur í aflandsvindi, sjólag er komið í mikinn sjó ölduhæð þá áætluð 4 til 6 metrar. Sjóinn skefur langt upp í kviðum og ber við himinn.