Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. júní 2020 Prenta

Veðrið í Maí 2020.

Lambfé sett út á tún þann 21.
Lambfé sett út á tún þann 21.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með norðanátt fyrstu tvo dagana. Frá 3 til 6 var suðvestanátt, rok eða ofsaveður þann 4. Frá 7 til 9 voru hægar vestlægar eða norðlægar vindáttir, talsverð snjóél að morgni 9 og varð jörð flekkótt. Frá 10 til 11 var suðvestlæg vindátt, en seinnipartinn þann 11 var komin norðaustanátt með slyddu, og snarkólnandi veðri, hiti fór úr +9 stigum niðurí 1 stig. Þann 12 og 13 var svalt í veðri.

Frá 14 til 20 voru norðlægar vindáttir og svölu veðri og slydduéljum. Loks þann 21 fór að hlýna verulega í veðri með suðlægri vindátt. Norðanátt var frá 22 fram til 24. Enn og aftur snarkólnaði. 25 til 26 var breytileg vindátt með svölu veðri og snjóaði niður í um 400 metra hæð í fjöllum aðfaranótt 26. Suðvestanátt var svo frá 27 til 28 allhvasst og fór að hlína í veðri. Siðan voru áframhaldandi suðlægar vindáttir með hlýju veðri.

Jörð var mjög þurr fyrrihluta mánaðar eða fram til 20. En þegar úrkoma kom loks 21 fóru ræktuð tún að taka við sér dálitið. Raunverulega var jörð mjög þurr allan mánuðinn, jörðin drakk þessa litlu úrkomu í sig um leið.

Í suðvestan rokinu þann 4 fóru kviður í 47 m/s, jafnavindur var þá kl.: 18:00 29 m/s. Þetta er eitt af verstu suðvestan veðrum sem hafa komið hér.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 28,2 mm. (í maí 2019: 11,5 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 8 daga.

Þurrir dagar voru 11.

Mestur hiti mældist +15,6 stig þann 29.

Minnstur hiti mældist -3,5 stig þann 12.

Meðalhiti mánaðarins var +5,2 stig. (í maí 2019: +4,1 stig,)

Meðalhiti við jörð var +1,10 stig. (í maí 2019: +2,13 stig.)

Sjóveður. Var sæmilegt eða gott meiri hluta mánaðarins, gráð, sjólítið eða dálítill sjór. Slæmt 17 talsverður sjór, og í suðvestan rokinu þann 4. Ekkert sjóveður fyrir strandveiðibáta 5, 10, 27, 28. Allhvasst, stinningskaldi.

Alhvít jörð var í 0 dag.

Flekkótt jörð var í 1 dag.

Auð jörð var því í 30 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 9. Flekkótt enn snjódýpt mældist ekki.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-2: Norðan kaldi, stinningsgola, gola, úrkomu vottur þ.1. sem mældist ekki, þurrt þ.2. hiti +4 niðurí -1 stig.

3-6: Suðvestan stinningsgola, kaldi, allhvass, enn stormur eða rok og eða ofsaveður þann 4. Skúravottur þ. 4. og 6. sem mældist ekki, úrkomulaust 3 og 5. Hiti frá -2 til +11,5 stig.

7-8: Vestan stinningsgola eða kaldi í fyrstu, síðan norðan stinningsgola, gola, skúravottur þ. 7. En úrkomulaust þ.8. Hiti 0 til +6 stig.

9: Vestan kul með éljum, birti til fyrir hádegi. Síðan NA, gola og SSA, gola, hiti -3 til +3 stig.

10-11: Suðvestan stinningskaldi, kaldi, síðan NA stinningskaldi eða kaldi seinnipartinn þ.11. með slyddu. Hiti +9 niðurí -1 stig.

12: Suðaustan, NA, kul eða gola,úrkomulaust, hiti frá -3,5 til +6 stig.

13: Suðvestan kaldi eða stinningskaldi, úrkomulaust, hiti +2 til 10,5 stig.

14-20: Norðan eða NA, kul, gola, stinningsgola, kaldi, súld þ.14. slydduél þ.16 og 17. Rigning um kvöldið þ. 20. Annars úrkomulaust, hiti frá -2 til +7 stig.

21: Sunnan kaldi, stinningsgola, gola, kul, skúravottur, hiti +5 til +14 stig.

22-24: Norðan kul eða gola, súld, rigning, þoka, hiti +1,5 til +7 stig.

25: Breytileg vindátt, kul eða gola, skúrir, hiti +4 til +11 stig.

26: Norðan stinningsgola í fyrstu, síðan suðvestan kaldi, rigning, skúrir, hiti +2 til +11 stig.

27-28: Suðvestan allhvasst, stinningskaldi, skúrir, hiti +6 til +11 stig.

29-31: Sunnan, SA, SSV, eða breytilegar vindáttir, kaldi, stinningsgola, gola, kul, lítilsáttar skúrir, hiti +5 til +16 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason.
  • Hilmar Hjartarson frá Steinstúni þenur harmonikuna.
  • Karlar í saumaklúbb á Bergistanga 16-01-2010.
  • Árnesstapar-Reykjaneshyrna í baksýn og Mýrahnjúkur frá Hvalvík séð.10-03-2008.
  • Fullfrágengið í kringum glugga,SA hlið.18-12-2008.
Vefumsjón