Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 6. júlí 2020
Prenta
Bændur hófu slátt um síðastliðin mánaðamót.
Bændur hér í Árneshreppi hófu slátt um mánaðmótin júní- júlí. Ágætis veður hefur verið og sæmilegur þurrkur fyrstu dagana í norðan golu og þokuskýjum niður í hlíðar, en sól með köflum. Þessir fjórir bændur hér hrepp eru nú að fullu við að slá og þurrka og rúlla. Enn nú er orðið svalt, hiti 6 til 7 stig, og talsverður raki í þokuskýjum.