Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 16. júlí 2020 
			Prenta
		
		
		
	
	
	
	
				
	
	
	Mikil úrkoma í nótt.
Úrkoman mældist 26,2 mm í nótt frá 06:00 þann 15 til 09:00 í morgun, eða síðustu 15 tímana.
Miðlungsúrkoma var í gærkvöldi frá því um níu leitið en mikil rigning orðin fyrir ellefu og sjálfsagt fram eftir nóttu. Í morgun hefur þetta verið svona miðlungs rigning. Lækir hafa nú farið ört vaxandi og vatn farið að skila sér niður á lálendi eftir alla þessa þurrkatíð fyrr í mánuðinum.
		




